„Getraun dagsins, hver fŠr of miki­?“

 
Innlent
22:17 27. JAN┌AR 2016
Finnur telur a­ hlutur verslunarinnar af mjˇlkinni sÚ afar lÝtill.
Finnur telur a­ hlutur verslunarinnar af mjˇlkinni sÚ afar lÝtill. V═SIR/AđSEND/PJETUR

„Getraun dagsins. Hver fær of mikið? Munið að neytendur eru búnir að borga 50-60 krónur af hverjum lítra áður en þeir koma í búðina,“ ritar Finnur Árnason, forstjóri Haga, á Facebook-síðu sína. Með fylgir mynd sem sýnir hvernig verðið á mjólkurlítranum úti í Bónus er samansett.

Á myndinni má sjá að innkaupsverðið á mjólkurlítranum er 116 krónur, virðisaukaskatturinn nemi fjórtán krónum og níu krónur renni í vasa verslunarinnar. Myndin er að öllum líkindum svar við skýrslu Bændasamtakanna sem birt var í dag.

Í skýrslunni benda Bændasamtökin á hluti sem þau segja sýna fram á að verslunin í landinu skili ekki ávinningi af styrkingu krónunnar og lækkun gjalda ýmis konar til neytenda. Því sé vöruverð á Íslandi hærra en það ætti að vera. Verslunin hirði sjálf meira og minna alla hagræðingu í landbúnaði og lækkun gjalda.

Í úttekt Bændasamtakanna er meðal annars vitnað til skýrslu Samkeppnisstofnunar um að styrking krónunnar hafi ekki skilað sér til neytenda á árunum 2011 til 2014, úttektar verðlagseftirlits ASÍ um að breyting á vörugjöldum og virðisaukaskatti um áramótin 2014-2015 hafi ekki skilað sér og þrátt fyrir lækkun magntolla á nautakjöt um tvo þriðju á árinu 2014 hafi verðið hækkað um 15 prósent til neytenda.

„Ég held að þessi framsetning bændasamtakanna á þessum tímapunkti sé ekki tilviljun. Ég held hún sé dæmigerð smjörklípa. Það standa jú yfir viðræður við stjórnvöld um gerð nýs búvörusamnngs,“ sagði Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann og Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, áttust við í Kastljósi RÚV í kvöld en þar sagði Andrés meðal annars að samtökin hefðu í hyggju að hrekja tölur Bændasamtakanna á næstu dögum.


Getraun dagsins. Hver fær of mikið? Munið að neytendur eru búnir að borga 50-60 krónur áður en þeir koma í búðina:-)

Posted by Finnur ┴rnason on Wednesday, 27 January 2016
Deila
Athugi­. Allar athugasemdir eru ß ßbyrg­ ■eirra er ■Šr rita. VÝsir hvetur lesendur til a­ halda sig vi­ mßlefnalega umrŠ­u. Einnig ßskilur VÝsir sÚr rÚtt til a­ fjarlŠgja Šrumei­andi e­a ˇsŠmilegar athugasemdir og ummŠli ■eirra sem tjß sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIđ

  • Nřjast ß VÝsi
  • Mest Lesi­
  • FrÚttir
  • Sport
  • Vi­skipti
  • LÝfi­
ForsÝ­a / FrÚttir / Innlent / „Getraun dagsins, hver fŠr of miki­?“
Fara efst