Lífið

„Ertu eitthvað geðveik að taka þetta lag?“

Stefán Ó. Jónsson skrifar
María var örugg á sviðinu í Eldborgarsalnum haustið 2012.
María var örugg á sviðinu í Eldborgarsalnum haustið 2012. mynd/skjáskot
Söngkonan María Ólafsdóttir, sem hefur gert garðinn frægan fyrir þátttöku sína í Eurovision og stjörnuleik í Cheerios-auglýsingum, deildi myndbandi með aðdáendum sínum í dag þar sem má sjá hana stíga á stokk í söngkeppni Verzlunarskólans.

 

Myndbandið er tekið á lokaári Maríu í skólanum, haustið 2012. Þá fór söngkeppnin fram í Eldborgarsal Hörpu en keppnin gengur iðullega undir nafninu „Vælið.“

Frammistaða Maríu hefur þó ekkert með væl að gera, sem má sjá hér að neðan, en hún flutti lagið „I will always love you“ sem Dolly Parton og Whitney Houston hafa fyrir löngu gert óðdauðlegt.

Gamalt myndband frá Vælinu á lokaárinu mínu í Verzló í betri gæðum en ég setti inn hér um árið I will always love you Èg man eftir því þegar ég ákvað að taka þetta lag þá var mikið um ,,ertu eitthvað geðveik að taka þetta lag?" setninguna áður en ég steig á svið. En stundum verður maður að taka áhættur, líka í tónlistinni

Posted by María Ólafsdóttir on Monday, 27 July 2015
Við myndbandið segist María muna eftir umtalinu í aðdraganda keppninnar. 'Ég man eftir því þegar ég ákvað að taka þetta lag þá var mikið um ,,ertu eitthvað geðveik að taka þetta lag?' setninguna áður en ég steig á svið. En stundum verður maður að taka áhættur, líka í tónlistinni,” segir María. Sérstaka athygli vekur að trymbill hljómsveitarinnar sem leikur undir fyrir Maríu er enginn annar en Gunnar Leó Pálsson, þáverandi verðandi ástmaður Maríu og blaðamaður á Fréttablaðinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×