Lífið

„Ég vildi upplifa það að setja mig ekki í fyrsta sæti á þessum degi“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Maria er nýútskrifuð leikkona.
Maria er nýútskrifuð leikkona.
„Mig langaði að hjálpa þessu fólki. Það sem gerir þetta sérstakt er að afmælisdagurinn snýst ekki um mig, frekar um þau. Ég vildi upplifa það að setja mig ekki í fyrsta sæti á þessum degi," segir fyrirsætan Maria Jimenez Pacifico.

Maria fagnaði afmæli sínu í gær og ákvað að afþakka hefðbundnar gjafir. Í staðinn benti hún fólki á að gefa pening til fólks á Sahel-svæðinu í Afríku svo það gæti fengið hreint drykkjarvatn

„Við erum svo heppin og lánsöm á Íslandi að við eigum nóg vatn,“ segir Maria um þessa svokölluðu afmælisherferð en fólk getur gefið peninga til styrktar þessu málefni hennar í eina viku. „Ég vildi bara hjálpa til smá.“

Það er nóg að gera hjá fyrirsætunni sem nú getur einnig titlað sig leikkonu. Hún útskrifaðist sem leikkona frá Kvikmyndaskóla Íslands fyrir viku og lætur ekki staðar numið þar.

„Ég vil halda áfram að þjálfa mig sem leikkona og læra meira,“ segir Maria sem þreytir inntökupróf í leiklistardeild Listaháskóla Íslands snemma á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×