Innlent

"Ég öskraði og fangaverðirnir komu“

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Litla-Hraun.
Litla-Hraun. Vísir/Pjetur

„Reiðin í andliti hans er mér minnistæðust,“ segir starfsmaður Litla-Hrauns sem í dag bar vitni í máli Matthíasar Mána Erlingssonar sem varð fyrir fólskulegri líkamsárás samfanga sinna í fyrrnefndu fangelsi á síðasta ári.

Tveimur mönnum, síbrotamönnunum Baldri Kolbeinssyni og Eggerti Kára Kristjánssyni, er gefið að sök að hafa ráðist á Matthías hinn 12. september 2013. Munu þeir hafa greitt honum ótal högg í andlit og líkama og notuðu meðal annars hengilás til verksins. Matthías skarst illa á andliti og missti meðvitund.

„Ég sé strax andlitið á Eggerti og hann var svo reiður í framan. Hann sparkar í lappirnar á Matthíasi og í síðuna og kýlir hann í magann. Ég öskraði og fangaverðirnir komu,“ segir vitnið.

„Baldur var yfir honum og hélt í hann á meðan Eggert sparkaði í hann.“

Fangavörður á Litla-Hrauni, sem jafnframt bar vitni í málinu, sagði Baldur Kolbeinsson hafa sagt Matthías „hafa átt þetta skilið“.  

Matthías bar fyrir sig minnisleysi í málinu við vitnisburð í morgun. Hann muni síðast eftir sér í tölvuleik í kjölfar árásarinnar eins og fram kom á Vísi. Ákærðu neita báðir sök í málinu. 


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×