Lífið

„Djöfull klæðir þú þig faggalega"

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gauti Þeyr, Björgvin Frans og Steiney.
Gauti Þeyr, Björgvin Frans og Steiney. vísir
Í sumar hefur starfað hópur á vegum Vinnuskóla Reykjavíkur og Frístundamiðstöðvar Kamps sem lagt hefur áherslu á vinnu tengdri jafnrétti. Hópurinn samanstendur af 12 einstaklingum á 15. aldursári sem koma úr þeim þremur félagsmiðstöðvum sem tilheyra Kampi; 100og1, 105 og Gleðibankanum.

Hópurinn setti saman heimildarmynd um Jafnrétti og naut aðstoðar þekktra einstaklinga á borð við Úlf Úlf, Sölku Sól, Björgvin Franz, Boga Ágústsson, Steiney Skúla, Frikka Dór, Gauta Þeyr og svo mætti lengi telja. Að ógleymdum erlendum ferðamönnum.

Í myndinni reyna þessir einstaklingar að útskýra jafnrétti og svara spurningum sem taka á jafnréttismálum í samfélaginu.



Hópurinn vann þrekvirki en myndin er tekin og sett saman á vikutímabili og gefur góða sýn hvað unglingar eru færir um að gera ef þeir fá tækifæri til.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×