Innlent

„Aðstæður hans eru hræðilegar“

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Samtökin Ekki fleiri brottvísanir krefjast þess að íslenska ríkið hjálpi tuttugu og níu ára gömlum palestínskum flóttamanni, sem synjað var um  hæli á Íslandi í vetur og dvelur nú á átakasvæðinu á Gasa, að komast aftur hingað til lands. 

Ramez Rassas flúði frá Gaza árið 2009 og hafði verið synjað um hæli í Noregi og Belgíu áður en hann kom til Íslands í nóvember. Hér var umsókn hans einnig hafnað og hann sendur aftur til Noregs og þaðan til Gasa.

Benjamín Julian, talsmaður hópsins, segir aðstæður Ramez á Gaza hræðilegar. 

„Hann er hlaupandi húsa á milli. Það var sprengd sprengja í bakgarðinum hjá honum fyrir tveim vikum síðan og hann er mest til rafmagns og vatnslaus. Hann er bara inni allan daginn að vona að hann verði ekki sprengdur,“ segir Benjamín.

Í síðustu viku var sett af stað undirskriftasöfnun þar sem skorað er á íslenska ríkið að leita leiða til að koma Ramez aftur til Íslands. Undirskriftirnar eru nú orðnar á þriðja hundað en hópurinn skildi listann og formlega beiðni um aðstoð eftir í Utanríkisráðuneytinu í dag. Samtökin hyggjast fara með sömu skjöl í Innanríkisráðuneytið og Útlendingastofnun á morgun. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×