Lífið

"Á sama tíma grét ég yfir því að aðgerðin hennar Jónu bar ekki árangur og hún þar af leiðandi í hjólastól"

Ellý Ármanns skrifar
Karen vill hvetja fólk  til að hjálpa Jónu að safna fyr­ir auka hjóli á hjóla­stól­inn hennar.
Karen vill hvetja fólk til að hjálpa Jónu að safna fyr­ir auka hjóli á hjóla­stól­inn hennar.
Í fjögur ár barðist Karen Helenudóttir fyrir því að komast í aðgerð en hún var greind með hryggskekkju árið 2010 þá aðeins 14 ára gömul. Karen gekkst undir erfiða aðgerð eins og sjá má hér og í dag er hún bein í baki.

Karen, sem er ekki fær um að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ár en stefnir á að gera það í framtíðinni, vill hinsvegar vekja athygli á áheitasöfnun til handa vinkonu sinni, Jónu Krist­ínu Er­lends­dótt­ur, sem lamaðist þegar hún var skipt­inemi í Perú í nóv­em­ber siðastliðinum.

Karen færði Jónu 50 þúsund krónur í gær þegar meðfylgjandi myndir voru teknar af vinkonunum. Karen vill hjálpa til þó hún sé ekki fær um að hlaupa maraþon í ágúst.

Karen og Jóna.
Ég kynntist Jónu fyrir tveimur árum í gegnum sameiginlega vinkonu og þegar ég fór í aðgerðina mína þá óskaði Jóna mér til hamingju. Ég grét af gleði yfir því að Björn Zoega og sænski sérfræðingurinn vildu gera aðgerðina á mér en á sama tíma grét ég yfir því að aðgerðin hennar Jónu bar ekki árangur og hún þar af leiðandi í hjólastól," segir Karen og hvetur fólk til að styrkja Jónu eins og fleiri vinir hennar eru staðráðnir í að gera.

Önnur vinkona Jónu, Eygló Hild­ur, heitir á Jónu í Reykjarvíkurmaraþoninu hér. Jóna safnar fyrir auka hjóli á hjólastólinn svo hún geti hreyft sig meira. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×