Innherji

Fyrir­tæki í fisk­þurrkun hagnaðist um vel á þriðja milljarð við söluna á Kerecis

Hörður Ægisson skrifar
Kerecis var selt til alþjóðlega heilbrigðisrisans Coloplast um mitt árið í fyrra samtals meira en 170 milljarða íslenskra króna.
Kerecis var selt til alþjóðlega heilbrigðisrisans Coloplast um mitt árið í fyrra samtals meira en 170 milljarða íslenskra króna. vísir/arnar

Fyrirtæki á Vestfjörðum, sem sérhæfir sig einkum í þurrkun fisks, hagnaðist um 2,5 milljarða þegar gengið var frá risasölu á Kerecis til Coloplast síðastliðið haust. Félagið Klofningur, sem hafði verið hluthafi í Kerecis í meira en áratug, greiðir bróðurpart söluhagnaðarins út í arð til eigenda sem eru önnur fyrirtæki og einstaklingar af svæðinu.


Tengdar fréttir

Guð­mundur Fer­tram fjár­festir í Colop­last fyrir um 700 milljónir

Forstjóri og stofnandi Kerecis mun kaupa bréf í Coloplast fyrir nálægt 700 milljónir íslenskra króna að markaðsvirði samhliða hlutafjáraukningu sem alþjóðlegi heilbrigðisrisinn hefur boðað til í tengslum við kaupin á íslenska fyrirtækinu. Á morgun, síðasta dag ágústmánaðar, verða jafnvirði um 150 milljarðar króna greiddir út í erlendum gjaldeyri til hluthafa Kerecis. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×