Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ó­trú­legustu að­skota­hlutir gera ó­skunda í dósatalningarvélum

Farsímar, giftingarhringar og hjálpartæki ástarlífsins eru á meðal þess sem ratað hefur í dósatalningarvélar Endurvinnslunnar og getur valdið stórskemmdum á tækjabúnaðinum. Gaffall merktur Alþingi fannst nýlega í einni vélinni. Fagnaðarfundir urðu í dag þegar fréttamaður skilaði gafflinum heim í kaffistofu þingsins.

Innlent
Fréttamynd

Ný sendiskrif­stofa opnuð í Sí­erra Leóne

Ný sendiskrifstofa Íslands í Freetown, höfuðborg Síerra Leóne, var formlega opnuð í gærkvöldi og var sérstök hátíðarmóttaka af því tilefni. Sendinefnd frá Íslandi er í Síerra Leóne um þessar mundir og sóttu Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis og Logi Einarsson þingmaður, opnunina.

Innlent
Fréttamynd

Halla Hrund mælist með mest fylgi í nýrri könnun Maskínu

Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri mælist með mest fylgi í nýrri könnun á vegum Maskínu. Hún hefur aukið fylgi sitt um þrjú prósentustig frá síðustu könnun og mælist nú með 29,4 prósenta fylgi. Fylgi Jóns Gnarr heldur áfram að dragast saman og það sama gildir um fylgi Baldurs Þórhallssonar. Ekki er marktækur munur á fylgi Höllu Hrundar og Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Hlustuðu á Trump og Cohen tala um þagnargreiðslu

Saksóknarar í New York spiluðu í gær upptöku af Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmanni Donalds Trump, fyrrverandi forseta, þar sem Cohen sagði Trump frá ætlunum sínum varðandi það að greiða peninga til að koma í veg fyrir að fyrrverandi Playboy-fyrirsæta segði frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni. Cohen tók samtalið upp á laun.

Erlent
Fréttamynd

Börn lögð inn með kíg­hósta

Börn greind með kíghósta hafa verið lögð inn á spítala hér á landi síðustu vikur. Alls hafa sautján greinst með sýkinguna undanfarið, sem barnalæknir segir áhyggjuefni. Hann hvetur fólk til að huga vel að bólusetningum, einkum barnshafandi konur.

Innlent
Fréttamynd

„Við reyndum eins og við gátum“

Innviðaráðherra hyggst stofna sérstaka framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur vegna jarðhræringa og áhrifa þeirra á byggð þar og samfélag. Bærinn mun ráðast í einhverjar uppsagnir vegna breytinganna. 

Innlent
Fréttamynd

Skipar fram­kvæmda­nefnd um mál­efni Grinda­víkur

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að leggja fram á Alþingi lagafrumvarp Svandísar Svavarsdóttur innviðaráðherra um að stofnuð verði sérstök framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkurbæjar vegna jarðhræringa og áhrifa þeirra á byggð og samfélag. Svandís segir jarðhræringarnar á Reykjanesskaga vera umfangsmesta verkefni sem stjórnvöld hafi tekist á við vegna náttúruhamfara. 

Innlent
Fréttamynd

Spell­virkinn lætur til skarar skríða á ný

Í nótt var maður á ferð sem lét sig ekki muna um að brjóta rúður í versluninni Korakmarket sem er við Skólavörðustíg 21. Ætla má að þarna sé sami maðurinn á ferð og fyrir fáeinum dögum en þá voru nánast allar rúður brotnar í versluninni.

Innlent
Fréttamynd

Svan­dís boðar til blaða­manna­fundar

Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 10:30 í dag. Þar mun hún kynna nýtt lagafrumvarp um málefni Grindavíkur. Fundinum verður streymt beint á Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Heyrist meira af kjaft­æði um lyf en vísinda­legum stað­reyndum

Freyja Jónsdóttir, lektor við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands, segir ákveðna hópa þurfa að fara varlega þegar þau ferðast erlendis í mikinn hita. Eldra fólk hafi til dæmis minni viðnámsþrótt í miklum hita. Það þurfi að passa upp á sólarvörn og drykki. Það eigi þó alls ekki að hætta að taka lyfin án samráðs við heilbrigðisstarfsmann.

Innlent
Fréttamynd

Danir rýmka reglur um þungunar­rof

Ríkisstjórn Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur náð samkomulagi við fjóra flokka í stjórnarandstöðunni um að rýmka reglur landsins um þungunarrof þannig að heimilt verði að gangast undir þungunarrof fram að átjándu viku meðgöngu.

Erlent