Fréttir í tímaröð



Fréttamynd

Hagnaður Arion dróst saman um tvo milljarða

Arion banki hagnaðist um 4,4 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Það er nokkur samdráttur sé fjórðungurinn borinn saman við sama tímabil í fyrra, þegar Arion hagnaðist um 6,3 milljarða. Bankastjóri segir afkomuna undir markmiðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ráð­herra bað um tíu milljarða króna í við­bót í arð

Aðalfundur Landsvirkjunar hefur samþykkt tillögu stjórnar um þrjátíu milljarða króna arðgreiðslu í ríkissjóð. Það er tíu milljörðum króna hærri arðgreiðsla en stjórnin lagði til þegar ársreikningur fyrirtækisins var birtur í febrúarlok. Fjármála- og efnahagsráðherra óskaði eftir því að arðgreiðslan yrði hækkuð í ljósi þess að árið 2023 var besta rekstrarár í tæplega sextíu ára sögu Landsvirkjunar. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Landa stórum sölusamningi

Alvotech tilkynnti í dag að nýgerður samningur í Bandaríkjunum um dreifingu og sölu á líftæknilyfjahliðstæðu Alvotech í háum styrk með útskiptileika við Humira (adalimumab) sé við Quallent Pharmaceuticals, dótturfélag Cigna. Samningurinn sé gerður með samþykki Teva Pharmaceuticals, sem er samstarfsaðili Alvotech í Bandaríkjunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Reginn aftur­kallar samrunatilkynningu við Eik

Stjórn Regins hefur ákveðið að afturkalla samrunatilkynningu félagsins, sem send var inn til Samkeppniseftirlitsins í september í fyrra, vegna fyrirhugaðs samruna félagsins og Eikar fasteignafélags. Samhliða hyggst Reginn óska eftir heimild Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands til að falla frá valfrjálsu tilboði félagsins í allt hlutafé Eikar

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vextir verði ekki lækkaðir fyrr en í haust

Stýrivextir verða ekki lækkaðir fyrr en undir lok árs og verðbólga mælist yfir markmiðum seðlabankans næstu tvö árin samkvæmt nýrri Hagspá Landsbankans. Hagfræðingur telur að uppkaup á húsnæði Grindvíkinga hafi talsverð áhrif á verðbólgu næstu mánuða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bíllinn leggur meðan ég fæ mér drykk - smart #3 reynslu­akstur

„Vá, hvað hann er flottur,“ hugsaði ég strax. Straumlínulagaður og glansandi, hvít leðursæti, hárauð öryggisbelti, ég varð næstum því feimin, eins og ég hefði mætt í partý þar sem allir væru miklu yngri en ég. Meira að segja grafíkin á skjánum í mælaborðinu var „ung og hress“. smart #3, flunkunýi lúxusrafbíllinn úr smiðju Mercedes-Benz er sannarlega sportleg týpa. Hann er kominn til landsins og ég fékk að prófa.

Samstarf
Fréttamynd

Vonast til að koma dánar­búinu í góðar hendur

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra vonast til þess að hlutir úr dánarbúi foreldra sinna komi öðrum að góðum notum. Neikvæð þróun sé í grænni orku hér á landi og fyrirtæki þurfi að notast við olíu á ný vegna skorts á raforku.

Neytendur