Erlent

Ísraels­menn vísa frétta­mönnum á dyr

Árni Sæberg skrifar
Netanjaú hefur vísað fréttamönnum Al Jazeera á dyr.
Netanjaú hefur vísað fréttamönnum Al Jazeera á dyr. Michael M. Santiago/Getty

Ríkisstjórn Ísraels ákvað í dag að reka katörsku sjónvarpsstöðina Al Jazeera úr landi. Forsætisráðherra Ísraels segir fréttamenn hennar stríðsæsingamenn.

„Ríkisstjórn mín hefur ákveðið einróma að stríðsæsingastöðinni Al Jazeera verður lokað í Ísrael,“ segir Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, á samfélagsmiðlinum X í dag.

Í frétt AP um málið segir að ekki sé ljóst að svo stöddu hvernig stöðinni verður lokað eða hvaða áhrif lokunin mun hafa á starfsemi hennar. Talsmenn Al Jazeera hafi þó tilkynnt að lokunin muni ekki hafa áhrif á útsendingar stöðvarinnar í Palestínu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×