Innlent

Úr­skurðaður í síbrotagæslu eftir ofsaaksturinn

Árni Sæberg skrifar
Ökumaður var stöðvaður við raðhús í Skeiðarvogi
Ökumaður var stöðvaður við raðhús í Skeiðarvogi Vísir

Karlmaður á fimmtugsaldri var í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu, eða til 27. maí, að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann var handtekinn á sunnudagskvöld eftir eftirför á ógnarhraða um Vogahverfi í Reykjavík.

Í tilkynningu þess efnis frá lögreglu segir að maðurinn hafi ítrekað komið við sögu hjá lögreglu. Nú síðast hafi hann verið handtekinn í austurborginni á sunnudagskvöld eftir að bifreið hans var veitt eftirför. 

„Þar ók maðurinn, sem var í annarlegu ástandi, um Langholtshverfið og víðar og skeytti lítt um aðra vegfarendur, en mildi þykir að enginn slasaðist.“

Bifreið mannsins hafi verið ekið mjög ógætilega, meðal annars yfir leyfðan hámarkshraða, gegn rauðu ljósi, gegn einstefnu og bæði á gangstétt og göngustíg svo eitthvað sé nefnt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×