Innlent

Ætlar í aðra undir­skrifta­söfnun

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Steinunn Ólína í viðtali við Heimi Má Pétursson í Hörpu í morgun.
Steinunn Ólína í viðtali við Heimi Má Pétursson í Hörpu í morgun.

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaframbjóðandi ætlar að hefja undirskriftasöfnun vegna frumvarps til laga er varðar lagareldi. Hún vill koma í veg fyrir að auðlindir þjóðar verði gefnar endurgjaldslaust til framtíðar.

Steinunn Ólína skilaði meðmælum sínum til embættis forseta Íslands í Hörpu í morgun. Hún sagði aðalerindi sitt á Bessastaði að verða forseti sem treysti sér til að standa alltaf með hagsmunum fólksins í landinu.

Sjálf sé hún komin af baráttujöxlum, verkalýðsforingjum og kvenhetjum. Það væri því skylda hennar gagnvart forfeðrunum og þeim sem hvetja hana til framboðs að svara kallinu.


Tengdar fréttir

„Þessi ákvörðun var ekki tekin í Valhöll“

Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, hefur gengið til liðs við kosningateymi Katrínar Jakobsdóttur í komandi forsetakosningum. Sem þykja tíðindi á ýmsum bæjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×