Innherji

Hlut­h­af­­ar HS orku „stutt vel við inn­r­i og ytri vöxt “ með hlut­a­fjár­aukn­ing­um

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
HS Orka er staðsett við Bláa lónið í Svartsengi. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, hefur sagt að farsælast væri að allir orkuinnviðir væru í almanna eigu.
HS Orka er staðsett við Bláa lónið í Svartsengi. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, hefur sagt að farsælast væri að allir orkuinnviðir væru í almanna eigu. vísir/vilhelm

Á sama tíma og HS Orka hefur greitt hluthöfum sínum reglulegar arðgreiðslur hafa hluthafar orkufyrirtækisins stutt vel við innri og ytri vöxt félagsins með hlutafjáraukningum, segir stjórnarformaður Jarðvarma. Fyrirtækið, sem er í einkaeigu, hefur staðið að hlutfallslega mun meiri fjárfestingum í orkuframleiðslu undanfarin ár en Landsvirkjun og Orkuveitan.


Tengdar fréttir

HS Orka jók hlut­a­fé um 5,6 millj­arð­a til að kaup­a virkj­an­ir af tveim­ur fjárfestum

Hlutafé HS Orku var aukið um 5,6 milljarða króna til að fjármagna kaup á tveimur vatnsaflsvirkjunum í Seyðisfirði en viðskiptin voru „að stærstum hluta“ fjármögnuð með eiginfjárframlagi frá hluthöfum orkuframleiðandans. Seljandi var Kjölur fjárfestingarfélag, sem er í eigu tveggja manna, en það seldi hlut sinn í GreenQloud fyrir um tvo milljarða króna árið 2017. Eigendur Kjalar stofnuðu skemmtistaðinn Sportkaffi rétt fyrir aldamót.

Virkj­an­ir verð­a dýr­ar­i og ork­u­verð mun hækk­a vegn­a auk­ins kostn­að­ar

Allar nýjar virkjanir hérlendis verða líklega dýrari en þær sem áður hafa verið reistar og orkuverð mun sömuleiðis hækka vegna aukins framleiðslukostnaðar. Auðlindagjald hefur hækkað úr innan við prósenti af tekjum í allt að tíu prósent. Raforkulögum er ætlað að stuðla að þjóðhagslega hagkvæmu raforkukerfi og efla þannig atvinnulíf og byggð í landinu. Ráðast þarf í breytingar til að tryggja betur að markmiðum laganna verði náð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×