Átök í Ísrael og Palestínu

Fréttamynd

Há­skóla­nemar halda lautarferð og stofna hreyfingu fyrir Palestínu

Hópur stúdenta tók þátt í samstöðulautarferð fyrir Palestínu á túninu fyrir framan Háskóla Íslands seinni partinn í dag. Skipuleggjandi segir mikilvægt að hreyfingin fái leyfi fyrir viðburði af þessu tagi svo hægt sé að krefja skólann aðgerða sem snúa að samstöðu með Palestínu. 

Innlent
Fréttamynd

Þrjú hundruð hand­tekin í Columbia-háskóla

Um þrjú hundruð manns voru handtekin í Columbia-háskóla í New York-borg. Eric Adams borgarstjóri segir utanaðkomandi æsingamenn hafa náð ítökum meðal mótmælenda og að gyðingahatur og andóf gegn Ísrael væru útbreidd.

Erlent
Fréttamynd

Mót­mælendur og gagnmótmælendur tókust á

Bandarískir stúdentar hafa mótmælt stríðsrekstri Ísraelsmanna á Gasa af miklum móði undanfarnar vikur og hafa tjaldbúðir risið við háskóla um landið allt. Snemma morguns í dag sauð upp úr í einum slíkum tjaldbúðum sem reistar hafa verið við UCLA-háskóla í Kaliforníu þegar gagnmótmælendur gerðu tilraun til að rífa búðirnar niður.

Erlent
Fréttamynd

Vopna­hlé í sjón­máli?

Háttsettur embættismaður innan Hamas hefur sagt við AFP að samtökin geri engar meiriháttar athugasemdir við nýjar tillögur Ísraelsmanna um vopnahlé á Gasa.

Erlent
Fréttamynd

Mót­mælendur fengu ó­væntan lið­styrk frá Hollywood

Hópur háskólanema líkt og fjölmargir bandarískir kollegar þeirra reisti tjaldbúðir við aðalbyggingu Háskóla Íslands til stuðnings Palestínu í gær. Mótmælendum barst óvæntur liðsauki frá Hollywood þegar vinsæl stórleikkona dúkkaði óvænt upp og tók undir kröfur þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Engin sönnunar­gögn bendla UNRWA við á­rásina

Ísraelsk yfirvöld hafa enn ekki komið fram með sönnunargögn sem bendla starfsmenn Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna við aðild að áhlaupi Hamasliða á Ísrael þann sjöunda október síðasta árs.

Erlent
Fréttamynd

Hættu við um­fangs­miklar á­rásir á Íran

Ráðamenn í Ísrael ætluðu sér að gera mun umfangsmeiri árásir á Íran en þeir ákváðu svo á endanum að gera. Pólitískur þrýstingur frá Joe Biden og nokkrum ráðamönnum í Evrópu er sagður hafa átt stóran þátt í því að þess í stað gerðu Ísraelar minni árás sem klerkastjórn Íran gat sleppt að svara með frekari árásum.

Erlent
Fréttamynd

Segir af sér vegna mis­taka í kringum á­rás Hamas

Yfirmaður ísraelsku herleyniþjónustunnar sagði af sér í dag. Hann er fyrsti hátt setti embættismaðurinn sem lætur af starfi vegna afglapa leyniþjónustunnar sem gerðu vígamönnum Hamas kleift að ráðast á Ísrael 7. október.

Erlent
Fréttamynd

Það er kominn tími til að tala um frið

Reglulega er leitast eftir stuðningi Íslands við stríð. Íslensk stjórnvöld svara kallinu og styðja hernað gegnum hernaðarbandalagið NATÓ. Á hverju ári eru haldnar heræfingar á landinu og gistinóttum bandarískra hermanna í Keflavík fjölgar.

Skoðun
Fréttamynd

Ísraelar gera á­rás á Íran

Ísraelar gerðu árás á Íran í morgun samkvæmt tveimur ísraelskum og þremur írönskum embættismönnum. Árásin er sögð hafa beinst gegn herstöð nærri borginni Isfahan.

Erlent
Fréttamynd

Banda­ríkin stöðvuðu fulla aðild Palestínu­manna að SÞ

Ályktun um fulla aðild Palestínumanna að Sameinuðu þjóðanna var felld í öryggisráðinu í kvöld þegar Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu. Fulltrúi Bandaríkjanna sagði það ekki til marks um andstöðu þeirra við sjálfstætt ríki Palestínumanna.

Erlent
Fréttamynd

Opna mið­stöð fyrir palestínsk börn

Skóla- og fjölskyldumiðstöð fyrir börn á leikskóla-, grunnskóla- og framhaldsskólaaldri verður komið á fót í kjölfar fjölskyldusameiningar fólks frá Palestínu. Þetta var samþykkt í borgarráði í dag og stefnt er að formlegri opnun mánudaginn 22.apríl.

Innlent
Fréttamynd

Ég er á­nægð að vera hætt með Rapyd

Ég rek ferðaþjónustufyrirtækið Mývatn Tours í Mývatnssveit ásamt manninum mínum. Við vorum með samning við Rapyd um færsluhirðingu þangað til við heyrðum að stofnandi og forstjóri Rapyd á heimsvísu hefði lýst yfir stuðningi við árásirnar á Gaza.

Skoðun
Fréttamynd

Um­fang á­rásarinnar kom á ó­vart

Albert Jónsson alþjóðastjórnmálafræðingur segir að umfang árásar Írana á Ísrael sem gerð var í gær komi honum á óvart. Árásin sem slík hafi þó ekki komið á óvart. Albert segir ljóst að Ísraelsmenn muni bregðast við en telur litlar líkur á því að allsherjarstríð brjótist út.

Erlent