Stéttarfélög

Fréttamynd

Loka­sprettur kjara­við­ræðna með for­sætis­ráð­herra

Forystufólk breiðfylkingarinnar, Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar mæta til fundar við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðshúsinu klukkan 10 í morgun til að ræða stöðuna í kjaraviðræðum breiðfylkingarinnar við Samtök atvinnulífsins.

Innlent
Fréttamynd

Endur­skoða þarf reglur Vara­sjóðs VR

Stjórnarkjör VR hefst á hádegi þann 6. mars n.k. og óska ég eftir stuðningi í kosningunni þar sem ég hef brennandi áhuga á málefnum félagsins og jafnframt langar mig að láta gott af mér leiða.

Skoðun
Fréttamynd

Telja hóf­legar launa­hækkanir ekki duga einar og sér

Viðræðunefnd VR og Landssambands íslenskra verzlunarmanna (LÍV) hafa formlega óskað eftir að ríkissáttasemjari hlutist til um viðræður við Samtök atvinnulífsins. Nefndin telur að í viðræðunum dugi hóflegar launahækkanir ekki einar og sér.

Innlent
Fréttamynd

Kjósa einnig um verk­fall hjá ræstingarfólki

Ákveðið var á fundi samninganefndar Verkalýðsfélags Akraness í dag að halda atkvæðagreiðslu um hvort ræstingarfólk sem tilheyrir VLFA vilji í verkfall. Vilhjálmur Birgisson, formaður verkalýðsfélagsins, segir að verði verkfall samþykkt geti það líklega hafist 25. mars.

Innlent
Fréttamynd

Segir verk­falls­að­gerðir ekki við­eig­andi

Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist þykja það mjög miður að samninganefnd Eflingar upplifi að trúnaðarbrestur hafi orðið í viðræðunum og skoði verkfallsaðgerðir.

Innlent
Fréttamynd

Ríkur verkfallsvilji hjá ræstingafólki sem greiðir at­kvæði á mánu­dag

Fulltrúar breiðfylkingarinnar svokölluðu og Samtaka atvinnulífsins hafa verið boðuð til fundar í fyrramálið en í gærkvöldi ákvað samninganefnd Eflingar að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá félagsfólki Eflingar sem starfar við ræstingar. Formaður Eflingar telur að ríkur verkfallsvilji sé í þeim hópi.

Innlent
Fréttamynd

Funda ekki í dag

Breiðfylkingin svokallaða og Samtök atvinnulífsins funda ekki í dag. Boðað hefur verið til fundar í fyrramálið.

Innlent
Fréttamynd

Sér fram á verk­falls­boðun

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist sjá fram á að samninganefnd Eflingar muni á fundi sínum í kvöld samþykkja verkfallsboðun.

Innlent
Fréttamynd

„Gjör­sam­lega mis­boðið yfir stöðunni“

Fundi dagsins í Karphúsinu er lokið og ekki hefur verið formlega boðað til þess næsta. Gert er þó ráð fyrir að fundað verði aftur á morgun. Formenn Starfsgreinasambandsins og Samiðnar eru sammála um að staðan sé flókin og erfið.

Innlent
Fréttamynd

Drög að sátt lögð fyrir ríkis­stjórn á næstu dögum

Fulltrúar Starfsgreinasambandsins, Samiðnar og Eflingar hafa fundað með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í allan dag. Reiknað er með að heildarpakki kjarasamninga verði lagður fyrir ríkisstjórn um eða upp úr miðri viku og ríkisstjórnin kynni þá þær aðgerðir sem hún er reiðubúin að grípa til í skiptum fyrir sátt á vinnumarkaði.

Innlent
Fréttamynd

Til allra stéttar­fé­laga og at­vinnu­rek­enda

Vissuð þið að 1 af hverjum 6 pörum glímir við frjósemisvanda? Vissuð þið að sú tala fer hækkandi? Vissuð þið að frjósemisvandi margra er svo flókin að ekki fæst lausn mála á Íslandi svo fólk leitar út fyrir landsteinana?

Skoðun
Fréttamynd

Funda aftur í há­deginu á morgun

Fundi breiðfylkingar stéttarfélaga innan ASÍ og Samtaka atvinnulífsins lauk nú um klukkan hálf sex. Boðað hefur verið til annars fundar klukkan tólf á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Hissa og sorg­mædd yfir á­kvörðun VR

Framkvæmdastjóri SA segir það miður að VR hafi slitið viðræðum í ljósi þess að félagið var búið að samþykkja launaliðinn og að horft væri til verðbólguviðmiða. Það væri sorglegt að 0,2 prósentustiga munur hafi gert útslagið.

Innlent
Fréttamynd

Telur sig geta náð betri samningi utan breiðfylkingarinnar

Formaður VR telur sig geta náð betri samningi við Samtök atvinnulífsins með því að slíta félagið frá samstarfi við breiðfylkingu stéttarfélaga. Það gerði hann í dag vegna ágreinings innan fylkingarinnar um forsenduákvæði sem snýr að verðbólgu.

Innlent
Fréttamynd

Funda aftur á morgun

Fundi breiðfylkingar stéttarfélaga Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins lauk án niðurstöðu síðdegis í dag. Aftur verður fundað á morgun.

Innlent