Körfubolti

Fréttamynd

LaMelo kærður fyrir að keyra á ungan dreng

Móðir ungs drengs í Charlotte í Bandaríkjunum hefur kært körfuboltamanninn LaMelo LaFrance Ball, leikmann Charlotte Hornets í NBA-deildinni, fyrir að keyra yfir fótinn á syni sínum þegar Ball var að keyra frá Spectrum-höllinni, heimavelli liðsins.

Körfubolti
Fréttamynd

Ís­lands­meistarinn Sverrir Þór hættur með Kefla­vík

Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Íslandsmeistara Keflavíkur í körfubolta kvenna, tilkynnti í viðtali við Körfuboltakvöld eftir sigur liðsins á Njarðvík í þriðja leik úrslita Subway-deildarinnar að hann væri hættur sem þjálfari liðsins. Íslandsmeistararnir eru því í þjálfaraleit fyrir komandi tímabil.

Körfubolti
Fréttamynd

Mynda­syrpa: Kefla­vík Ís­lands­meistari 2024

Keflavík er Íslandsmeistari kvenna í körfubolta árið 2024. Liðið lagði Njarðvík örugglega í þremur leikjum og er óumdeilanlega besta lið landsins. Ljósmyndari Vísis var á svæðinu og myndaði leikinn sem og fagnaðarlæti Keflavíkur í leikslok.

Körfubolti
Fréttamynd

„Geggjað að vera komin aftur og ná að taka þetta“

Thelma Dís Ágústsdóttir, leikmaður Keflavíkur, var í sjöunda himni yfir því að lyfta Íslandsmeistaratitlinum með uppeldisfélaginu sínu og æskuvinkonum sínum en Keflavík lagði Njarðvík 72-56 í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildarinnar í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

„Spilum eins og það sé enginn morgun­dagur“

Daniel Mortensen setti niður þriggja stiga skot þegar 21 sekúnda var eftir af leik Grindavíkur og Vals í úrslitum Subway-deildar karla. Staðan þá var jöfn 89-89 en karfan frá Mortensen svo gott sem tryggði sigur Grindavíkur sem hefur nú jafnað metin í einvíginu. Daninn var því eðlilega kampakátur þegar hann mætti í viðtal eftir leik.

Körfubolti
Fréttamynd

Feðgar þjálfa Breiða­blik: „Gott fyrir okkur báða að vera saman“

Feðgarnir Hrafn Kristjáns­son og Mikael Máni Hrafns­son munu saman þjálfa karla­lið Breiða­bliks í fyrstu deildinni í körfu­bolta á næsta tíma­bili. Eðli­leg lokun á ein­hvers konar hring segir faðirinn en Mikael hefur verið, frá sex ára aldri, með ein­hverjum hætti við­loðandi hans þjálfara­feril.

Körfubolti
Fréttamynd

Ó­bein yfir­lýsing frá DeAndre Kane

Mikið hefur verið hvíslað og kvabbað um liðsandann hjá Grindavík og hvort DeAndre Kane sé mögulega að hafa neikvæð áhrif á liðsfélaga sína. Kane sendi óbeina yfirlýsingu í viðtali eftir leik í kvöld þegar hann mætti með öllum liðsfélögum sínum í viðtalið.

Körfubolti
Fréttamynd

Hvað var LeBron að gera í Cle­veland?

LeBron James, stórstjarna Los Angeles Lakers, var staddur í heimaborg sinni Cleveland nýverið þar sem Cleveland Cavaliers mættu Boston Celtics í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Það vakti athygli þar sem LeBron gæti fengið sig lausan frá Lakers í sumar.

Körfubolti
Fréttamynd

Be­verl­ey í fjögurra leikja bann

Patrick Beverley, leikmaður Milwaukee Bucks, hefur verið dæmdur í fjögurra leikja bann af NBA deildinni en hann kastaði bolta í áhorfanda þegar lið hans tapaði gegn Indiana Pacers þann 2. maí.

Körfubolti
Fréttamynd

Ræðir veru sína í rúss­nesku fangelsi í nýrri bók

Körfuboltakonan Brittney Yvette Griner eyddi tíu mánuðum í rússnesku fangelsi fyrir litlar sakir. Hún er nú að gefa út bók þar sem hún fer yfir mánuðina tíu og það þegar henni var loks hleypt heim til Bandaríkjanna en í staðinn þurftu Bandaríkin að láta „Kaupmann dauðans“ af hendi.

Körfubolti
Fréttamynd

Aþena upp í Subway-deildina

Aþena tryggði sér í kvöld sæti í Subway-deild kvenna í körfubolta á næstu leiktíð þegar liðið lagði Tindastól á Sauðárkróki, lokatölur 72-77.

Körfubolti