Dómstólar

Fréttamynd

Van­hæfur þegar hann dæmdi mann til að greiða 142 milljónir

Héraðsdómarinn Ingi Tryggvason var vanhæfur þegar hann dæmdi mann til fimmtán mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar og greiðslu 142,5 milljóna króna sektar vegna brota á skattalögum. Hann olli eigin vanhæfi með því að tjá sig óvarlega um sakarefnið undir rekstri málsins.

Innlent
Fréttamynd

Skúli skipaður hæsta­réttar­dómari

Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, hefur verið skipaður dómari við Hæstarétt. Hann tekur við af Ingveldi Einarsdóttur, varaforseta réttarins, sem lætur af störfum sökum aldurs í ágúst.

Innlent
Fréttamynd

Davíð Þór hættir og Ei­ríkur nýr vara­for­seti

Á fundi Landsréttardómara þann 23. maí 2024 var Eiríkur Jónsson kjörinn varaforseti Landsréttar frá 1. september 2024 til 1. ágúst 2027. Hann tekur við sem varaforseti af Davíð Þór Björgvinssyni Landsréttardómara, sem lætur af störfum að eigin ósk.

Innlent
Fréttamynd

Héraðs­dómur ruddur vegna fjölskyldutengsla og fyrri starfa dómara

Landsréttur hefur rutt allan Héraðsdóm Reykjavíkur í máli Örnu McClure, yfirlögfræðings Samherja. Hún krefst þess að rannsókn Héraðssaksóknara á Samherjamálinu svokallaða verði felld niður hvað hana varðar. Hún hefur verið með réttarstöðu sakbornings í tæp fjögur ár.

Innlent
Fréttamynd

„Nema í al­veg sér­stökum til­vikum“

Hugmyndir fólks um hlutverk og æskilegt umfang ríkisvaldsins eru af eðlilegum ástæðum ólíkar. Flestir eru þó sammála um að frumhlutverk þess sé að halda uppi lögum og reglu. Samt sitja þessi grundvallarmálefni á hakanum við forgangsröðun verkefna ríkisins.

Skoðun
Fréttamynd

Pétur Jökull á­kærður í stóra kókaínmálinu

Héraðssaksóknari gaf í dag út ákæru á hendur Pétri Jökli Jónassyni fyrir aðild að innflutningi á nærri hundrað kílóum af kókaíni til landsins fyrir tveimur árum síðan. Fjórir hafa þegar verið dæmdir í þessu svokallaða stóra kókaínmáli sem er stærsta kókaínmál Íslandssögunnar.

Innlent
Fréttamynd

„For­seta­fram­bjóðandi er á villi­götum“

Mál Arnars Þórs Jónssonar forsetaframbjóðanda á hendur Halldóri Baldurssyni skopmyndateiknara og Vísis varðar tjáningarfrelsið og því ekki úr vegi að kalla til Róbert Spanó, lagaprófessor og fyrrum forseta Mannréttindadómsstóls Evrópu til að á lögfræðilegt álit á málinu.

Innlent
Fréttamynd

Illa orðað samnings­á­kvæði varð KA að falli

Óvandvirkni við samningagerð virðist hafa reynst KA dýrkeypt í dómsmáli liðsins og Arnars Grétarssonar, fyrrum þjálfara liðsins, ef rýnt er í dóm Héraðsdóms. KA var í gær dæmt til að greiða Arnari tæpar níu milljónir í vangoldin laun vegna samningsákvæðis sem sneri að bónusgreiðslum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hátt­semi dómara ekki sak­næm og Isavia fær því enga milljarða

Hæstiréttur hefur sýknað íslenska ríkið og bandarísku flugvélaleiguna ALC af milljarðakröfum Isavia. Þar með staðfestir Hæstiréttur dóm Landsréttar, en Héraðsdómur Reykjavíkur hafði komist að annarri niðurstöðu og taldi að dómari við Héraðsdóm Reykjaness hefði komist að rangri niðurstöðu með saknæmum hætti í deilunni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hug­leiðing um sáttamiðlun

Deilur hafa lengi fylgt manninum. Þær geta komið upp innan og milli fyrirtækja, félaga, stofnana og stjórnvalda. Menn eiga í deilum af öllu tagi. Oft eru þær hatramar og leikurinn ójafn.

Skoðun
Fréttamynd

Páll segir dóminn efla sig frekar en hitt

Páll Vilhjálmsson framhaldsskólakennari og bloggari var í dag sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir ærumeiðingar um Aðalstein Kjartansson, blaðamann Heimildarinnar. Hann ætlar að áfrýja málinu.

Innlent
Fréttamynd

Settur í em­bætti héraðs­dómara

Dómsmálaráðherra hefur sett Sindra M. Stephensen í embætti héraðsdómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur frá og með 4. apríl 2024 til og með 28. febrúar 2029.

Innlent
Fréttamynd

Aukin aðgæsluskylda öku­manna

Þrátt fyrir mikla aukningu hérlendis á umferð og fjölgun ökutækja þá hefur umtalsverður árangur náðst í baráttunni gegn umferðarslysum á undanförnum árum.

Skoðun