Andlát

Fréttamynd

Óskars­verð­launa­leikarinn Alan Arkin látinn

Bandaríski leikarinn Alan Arkin er látinn, 89 ára að aldri. Hann vann til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í kvikmyndinni Little Miss Sunshine árið 2006. Þá vann hann einnig til tveggja Tony-verðlauna á ferlinum.

Lífið
Fréttamynd

Hrönn Sigurðar­dóttir er látin

Hrönn Sig­urðardótt­ir, fitness-drottning og eigandi verslunarinnar BeFit, er látin, 44 ára að aldri. Hrönn glímdi við krabbamein í nýrnahettum, en hún greindist með meinið fyrir rúmu ári.

Innlent
Fréttamynd

Titanic-leikarinn Lew Palter látinn

Leikarinn Lew Palter, þekktastur fyrir leik sinn í Titanic, lést þann 21. maí síðastliðinn á heimili sínu í Los Angeles af völdum lungnakrabbameins, 94 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Elsti maðurinn til að hljóta Nóbels­verð­laun er látinn

Bandaríski eðlisfræðingurinn John B. Goodenough er látinn, hundrað ára að aldri. Goodenough var einn þriggja sem hlaut Nóbelsverðlaun í eðlisfræði árið 2019 fyrir þróun liþíumrafhlaða og varð þar með elsti maðurinn til að hljóta Nóbelsverðlaun.

Erlent
Fréttamynd

Craig Brown látinn 82 ára að aldri

Craig Brown, fyrrum þjálfari skoska landsliðsins í knattspyrnu, er látinn 82 ára að aldri.  Enginn þjálfari í sögu liðsins hefur stýrt því í jafn mörgum leikjum, en alls lék liðið 71 leik undir hans stjórn og hann er síðasti þjálfarinn sem kom liðinu í lokakeppni HM.

Fótbolti
Fréttamynd

Friends-leikari látinn

Breski leikarinn Paxton Whitehead, þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Friends, er látinn, 85 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Ámundi allur

Ámundi Ámundason, sem kallaður var umboðsmaður Íslands löngu áður en Einar Bárðarson varð svo mikið sem hugmynd, andaðist á hjúkrunarheimilinu Mörk 14. júní.

Innlent
Fréttamynd

Glenda Jack­son er látin

Glenda Jack­son, leikkona og fyrrverandi þingmaður breska Verkamannaflokksins er látin, 87 ára að aldri. Breska ríkis­út­varpið greinir frá og segir í um­fjöllun sinni að hún hafi látist á heimili sínu í London í faðmi fjölskyldu sinnar.

Lífið
Fréttamynd

Mynda­sagna­goð­sögn látin

Bandaríski myndasagnateiknarinn John Romita Sr., er látinn, 93 ára að aldri. Hann er best þekktur fyrir að hafa blásið lífi í myndasagnapersónur á borð við Wolverine, Punisher og Luke Cage.

Erlent
Fréttamynd

Silvio Berlusconi er látinn

Silvio Berlusconi, umdeildur fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er látinn. Hann var 86 ára. Berlusconi umbylti ítölskum stjórnmálum og fjölmiðlum en forsætisráðherratíð hans endaði í skugga efnahagsóstjórnar og kynlífshneykslismála.

Erlent
Fréttamynd

Ted Kaczynski er látinn

Bandaríski hryðjuverkamaðurinn Ted Kaczynski, sem þekktur var undir hryðjuverkamannsnafninu Unabomber, er látinn. Hann myrti þrjá og slasaði 23 með bréfasprengjum á árunum 1978 til 1995.

Erlent
Fréttamynd

Árni Johnsen er látinn

Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, lést í gær á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum. Hann var 79 ára.

Innlent
Fréttamynd

Einn al­ræmdasti njósnari í sögu Banda­ríkjanna látinn

Robert Hanssen, fyrrverandi alríkislögreglumaður sem þáði mútur fyrir að njósna um Bandaríkin fyrir Rússa, er látinn í fangelsi. Hann er meðal annars talinn hafa verið ábyrgur að hluta til á dauða þriggja sovéskra embættismanna sem njósnuðu fyrir Bandaríkjamenn.

Erlent
Fréttamynd

Ís­­lenskir Tinu-unn­endur syrgja rokk­­drottninguna

Rokksöngkonan Tina Turner, sem lést í gær, á sér marga syrgjendur á Íslandi. „Það mun aldrei neinn koma í staðinn fyrir Tinu Turner,“ segir Ragnar Erling Hermannsson, stóraðdáandi hennar, sem iðulega er kallaður Raggi Turner.

Lífið