Trúmál

Fréttamynd

Er biskup Ís­lands biskup eða ekki?

Á síðustu dögum hafa margir stigið fram og túlkað regluverk kirkjunnar. Deilt er um hvort biskup Íslands sé í raun biskup og handhafi þess valds sem hlutverkinu fylgir. Það er óheppilegt að það sé umdeilt hvort sá sem embætti biskups gegnir hafi til þess umboð.

Skoðun
Fréttamynd

Danir og Svíar í­huga bann á Kóran­brennum

Utanríkisráðuneyti Danmerkur hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem það segist íhuga að banna mótmæli sem ganga út á að brenna Kóraninn eða önnur trúarleg rit. Mótmælin ógni öryggi íbúa og skaði orðspor Danmerkur út á við. 

Erlent
Fréttamynd

Yfir­­gnæfandi meiri­hluti presta styðji Agnesi

Prestafélag Íslands gaf í dag frá sér ályktun þar sem fram kemur að félagsmenn styðji séra Agnesi Sigurðardóttur til að gegna embætti biskups. Varaformaður félagsins segir ályktunina ekki koma umboði Agnesar til þess að sinna embættinu við. 

Innlent
Fréttamynd

Biskupa­brölt

Það var árið 2000 og við fögnuðum þúsund ára kristnitöku á Íslandi. Haldin var mikil hátíð. Ég fékk að flytja bæn í útimessu á Laugardalsvelli sem fulltrúi Fríkirkjunnar í Reykjavík og mikið var kalt en ég var stolt af því að fá að taka þátt í þessum viðburði. Bænir mínar voru um heilbrigði þjóðar og heilbrigðis starfsmenn.

Skoðun
Fréttamynd

Biskupabrölt

Það var árið 2000 og við fögnuðum þúsund ára kristnitöku á Íslandi. Haldin var mikil hátíð.

Skoðun
Fréttamynd

Kveiktu í sendiráði Svía í Írak

Nokkur hundruð menn ruddust inn í sendiráð Svíþjóðar í Bagdad í Írak í morgun og kveiktu í ráðuneytinu. Ráðist var á sendiráðið eftir vegna skipulagðra mótmæla í Svíþjóð þar sem til stendur að brenna eintak af Kóraninum fyrir utan sendiráð Íraks í Stokkhólmi í dag.

Erlent
Fréttamynd

Ekkert grín að ætla að safna 36 milljónum

Sumarbúðirnar við Vatnaskóg fagna hundrað ára afmæli sínu í ár og hafa óteljandi börn notið dvalar þar á ári hverju. Nói Pétur Ásdísarson Guðnason er eitt þeirra en hann segir gleðistundirnar tengdar staðnum óteljandi. Sem þakklætisvott setti hann á stofn söfnunarátak til þess að viðhalda starfseminni og heitir á hvern þann sem deilt geti góðri upplifun að leggja málefninu lið. 

Lífið
Fréttamynd

Páfi á leið í skurðaðgerð

Frans páfi gengst undir skurðaðgerð vegna þarmateppu í dag. Páfagarður segir að páfi, sem er 86 ára gamall, verði svæfður fyrir aðgerðina og verði haldið á sjúkrahúsi í Róm í nokkra daga.

Erlent
Fréttamynd

Hundruð fórnar­lamba kaþólskra presta á Spáni

Rannsókn kaþólsku kirkjunnar á Spáni á misnotkun presta og annarra þjóna kirkjunnar á börnum hefur afhjúpað 728 meinta gerendur og 927 fórnarlömb frá fimmta áratug síðustu aldar. Meira en helmingur meintra gerenda voru prestar en flest brotin áttu sér stað á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum.

Erlent
Fréttamynd

Trúleysi er kostulegt

Eitt sinn var nokkuð vinsælt blogg sem hét „Trúarbrögð eru kostuleg“. Þar bloggaði einhver hrokafullur guðleysingi nánast daglega um hvað trúarbrögð séu vitlaus. Það var ég. Ég var þessi önugi tómhyggjumaður.

Skoðun
Fréttamynd

Dans fram­tíðar og hefða

„Rödd unga fólksins verður að heyrast á öllum tímum. Við getum ekki verið hlédrægir þátttakendur í samtalinu um framtíð okkar. Við verðum að taka þátt og skapa framtíðina eins og við viljum sjá hana verða að veruleika.“

Skoðun
Fréttamynd

Snarpur við­snúningur í rekstri Sið­menntar eigi sér eðli­legar skýringar

Snarpur viðsnúningur á rekstri hjá mest ört vaxandi trú- og lífskoðunarfélagi landsins, Siðmennt, á sér eðlilegar skýringar að sögn formanns félagsins. Bregðast hafi þurft við aukinni starfsemi með fleira starfsfólki. Tap félagsins á síðasta ári voru rúmar 7,5 milljónir króna. Árið á undan var hagnaður félagsins um fimm milljónir króna. 

Innlent
Fréttamynd

Fleiri en tvö hundruð látin svelta sig til bana

Rúmlega tvö hundruð lík fólks sem tilheyrði kristnum dómsdagssöfnuði hafa nú fundist í skógi í Kenía. Fyrrverandi prédikari hjá söfnuðinum segir að börn hafi verið þau fyrstu sem voru látin svelta sig til bana áður en röðin kom að fullorðnum.

Erlent
Fréttamynd

Má trúin sjást í sjón­varpi?

Þróunin hérlendis í umgengni við þjóðfélagshópa sem falla utan við meginstrauminn hefur verið í þá átt að auka sýnileika þeirra og samtímis að auka fræðslu í samfélaginu um aðstæður, hugmyndir og lífsreynslu fólks.

Skoðun
Fréttamynd

Fjölgar mest í Siðmennt og Kaþólsku kirkjunni

Meðlimum þjóðkirkjunnar hefur fækkað um 706 síðan í síðastliðnum desember. Fjölgun meðlima í trú- og lífsskoðunarfélagi hefur verið mest í Siðmennt, næst mest í Kaþólsku kirkjunni og svo Ásatrúarfélaginu. 

Innlent
Fréttamynd

Gleði­spjall á gleði­dögum

Í takti kirkjuársins eru nú gleðidagar en dagarnir frá páskum og fram að hvítasunnu nefnast gleðidagar. Þeim fylgir hvatning til að fagna lífinu og ekki að ósekju því að á gleðidögum vaknar lífið og grundir grænka í kjölfar kærkominnar hlýju og birtu vorsins.

Skoðun
Fréttamynd

Vottar Jehóva – falsspámenn

Núna, þegar Vottar Jehóva hafa nýverið fengið nokkra umfjöllun um helst til óyndislegan þátt trúarbragðanna, þ.e. útskúfun og hunsun fyrri félaga, er áhugavert að rifja aðeins upp þungamiðjuna í boðskap þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

10 ár

Þennan dag, þann 3. maí fyrir nákvæmlega einum áratugi síðan, hlaut Siðmennt opinbera skráningu sem lífsskoðunarfélag og fékk við það sömu réttindi og trúfélög, hlutdeild í úthlutun sóknargjalda og vígsluréttindi.

Skoðun
Fréttamynd

Vottar Jehóva tapa dómsmáli í Noregi

Í ársbyrjun 2021 gengu í gildi ný lög um trúfélög í Noregi. Í þeim lögum er ákvæði um úrsögn úr trúfélagi. Þar er afdráttarlaust ákvæði um að sá sem yfirgefur trúfélag, eigi að geta gert það án nokkurra minnstu afleiðinga af hálfu félagsins.

Skoðun
Fréttamynd

Mundu að þú varst þræll

Í dag þegar gengið er fyrir réttlátu samfélagi er rétt að minnast þess að sú velmegun og sú auðskipting sem við búum við er nýtilkomin. Íslendingar komast ekki undan því að eiga langafa eða langömmu sem ólst upp í torfkofa við bág kjör.

Skoðun
Fréttamynd

Frans páfi veitir konum kosningarétt

Frans páfi hefur ákveðið að veita konum kosningarétt á komandi biskupafundi. Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem konur mega leggja fram atkvæði á Kirkjuþingi Biskupa. Á Kirkjuþinginu funda biskupar alls staðar að úr heiminum og stendur viðburðurinn yfir í nokkrar vikur í senn.

Erlent
Fréttamynd

Sveltu sig til dauða til þess að hitta Jesúm

Að minnsta kosti tuttugu og eitt lík hefur verið grafið upp í tengslum við rannsókn á prédikara sem er talinn hafa sagt fylgjendum sínum að svelta sig til dauða til þess að hitta Jesúm í Kenía. Börn eru á meðal þeirra látnu en lögregla býst við að finna enn fleiri lík.

Erlent