Subway-deild kvenna

Subway-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Það gerði enginn ráð fyrir þessu

    Jóhannes Árnason, þjálfari kvennaliðs KR, var að vonum sáttur þegar lið hans tryggði sér sæti í úrslitaeinvíginu í Iceland Express deild kvenna í gær. Hann sagði fáa hafa reiknað með því að KR færi í úrslit þegar tímabilið hófst í haust.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflavík í úrslit

    Kvennalið Keflavíkur tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaeinvígi Iceland Express deildarinnar með 82-67 sigri á Íslandsmeisturum Hauka á heimavelli sínum. Keflavík vann einvígið 3-0. Grindavíkurstúlkur neituðu hinsvegar að játa sig sigraðar og lögðu KR í vesturbænum 66-78 og minnkuðu muninn í einvíginu í 2-1. Næsti leikur fer fram í Grindavík.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflavík í bílstjórasætinu

    Keflavík vann Hauka í kvöld öðru sinni í rimmu þessara liða í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í körfubolta. Leikið var í Hafnarfirði en leikurinn endaði 85-96.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR í lykilstöðu gegn Grindavík

    KR vann í kvöld öruggan sigur á Grindavík í öðrum leik liðanna í undanúrslitaeinvíginu í Iceland Express deild kvenna 82-65. KR leiðir því 2-0 í einvíginu og getur klárað dæmið á heimavelli sínum á miðvikudagskvöldið.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflavík lagði Hauka í framlengdum leik

    Keflavíkurstúlkur sýndu mikla seiglu þegar þær lögðu Hauka 94-89 í framlengdum háspennuleik í Keflavík í dag. Þetta var fyrsta viðureign liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Fyrsti leikur Keflavíkur og Hauka í dag

    Fyrsta viðureign Keflavíkur og Hauka í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna verður í Keflavík í dag klukkan 17. Ljóst er að hart verður barist enda eru Haukar Íslandsmeistarar og lið Keflavíkur tryggði sér deildarmeistaratitilinn á dögunum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR vann Grindavík

    KR vann í kvöld sigur á Grindavík í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna, 81-68.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Leikjaplanið í úrslitakeppni kvenna

    Nú er búið að raða niður leikjunum í fyrstu umferð úrslitakeppni kvenna í Iceland Express deildinni sem hefst á föstudaginn. Það verða KR, Grindavík, Keflavík og Haukar sem berjast um Íslandsmeistaratitilinn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Roberson var best í lokaumferðunum

    Tiffany Roberson hjá Grindavík var í dag útnefnd besti leikmaðurinn í umferðum 18-24 í Iceland Express deild kvenna í körfubolta. Þá var valið úrvalslið umferðanna og besti þjálfarinn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR heldur öðru sætinu

    Þó svo að Grindavík hafi unnið KR í dag voru það KR-ingar sem gátu leyft sér að fagna í lokin þar sem úrslit leiksins þýddu að KR myndi halda heimavallarréttinum í úrslitakeppninni sem er framundan.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Fögnuðu deildameistaratitlinum með stæl

    Keflavíkurstúlkur tóku við deildameistaratitilinum í kvöld og héldu upp á það með því að bursta Hamar 97-74 í Iceland Express deildinni. Liðið tryggði sér sigur í deildinni í umferðinni á undan.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflavík deildarmeistari

    Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Keflavíkurstúlkur tryggðu sér deildarmeistaratitilinn með stórsigri á KR 90-59. Haukar unnu góðan sigur á bikarmeisturum Grindavíkur 87-73 og þá vann Hamar sigur á Val 81-66.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflavík burstaði Hauka

    Tveir leikir fóru fram í Iceland Express deild kvenna þar sem efsta lið deildarinnar, Keflavík, vann stórsigur á Íslandsmeisturum Hauka.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR vann Reykjavíkurslaginn

    Það var Reykjavíkurslagur í Iceland Express deild kvenna í kvöld þegar Valur og KR mættust í Vodafonehöllinni. KR vann í hörkuleik 70-73 en liðið hafði ellefu stiga forystu í hálfleik.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Grindavík bikarmeistari kvenna í fyrsta sinn

    Grindavík er bikarmeistari í kvennaflokki í körfubolta. Liðið vann sigur á Haukum 77-67 í ansi sveiflukenndum úrslitaleik í Laugardalshöll. Þetta er fyrsti bikarmeistaratitill Grindavíkur í kvennaflokki.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflavík lagði granna sína í framlengingu

    Mikið fjör var í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld. Keflavík situr á toppnum eftir 106-101 sigri á Grindavík á útivelli eftir framlengdan leik. Valsstúlkur unnu góðan útisigur á Haukum 66-61 en þó varð ljóst að liðið nær ekki að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Valsstúlkur unnu Grindavík

    Valur heldur áfram að gera góða hluti í Iceland Express deild kvenna í körfubolta. Liðið vann Grindavík 68-58 í dag og heldur enn í vonina um að komast í úrslitakeppnina.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Signý best í umferðum 10-17

    Nú í hádeginu var úrvalslið umferða 10-17 í Iceland Express deild kvenna í körfubolta tilkynnt. Viðurkenningar voru veittar á veitingastaðnum Carpe Diem.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Grindavík og Haukar mætast í úrslitum

    Það verða Grindavík og Haukar sem leika til úrslita í Lýsingarbikar kvenna í körfubolta. Grindavík vann í kvöld góðan sigur á Keflavík á heimavelli 66-58 og tryggði sætið í úrslitaleiknum, en í gær lögðu Haukar Fjölni örugglega í hinum undanúrslitaleiknum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Valur vann Hamar

    Einn leikur var í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld. Valur vann Hamar 74-58 eftir að Hamarsstúlkur höfðu haft þriggja stiga forystu í hálfleik.

    Körfubolti