EM í fótbolta 2024

EM í fótbolta 2024

Evrópumótið í fótbolta karla fer fram í Þýskalandi dagana 14. júní til 14. júlí 2024.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Vill hafa sér­stakar gætur á Blikabana í kvöld

    Það er ekki mikið um heimsþekkt nöfn í landsliði Ísraela, ekki frekar en því íslenska, en landsliðsþjálfarinn Åge Hareide vill að sínir menn hafi sérstakar gætur á 36 ára gömlum framherja mótherjanna í Búdapest í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Er stress í liði Ís­lands? „Öðru­­vísi spennu­­stig en maður er vanur“

    Arnór Sigurðs­son, lands­liðs­maður Ís­lands í fót­bolta, getur ekki beðið eftir því að halda út á völl og leika gegn Ísrael í mikil­vægum undan­úr­slita­leik í um­spili um laust sæti á EM. Mögu­leiki er á því að leikurinn fari alla leið í víta­spyrnu­keppni, Arnór hefur reynslu af þeim en vill helst sleppa við að halda í svo­leiðis keppni í þessum leik. Klára frekar bara verk­efnið áður en til þess myndi koma.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Svona var fundur KSÍ fyrir EM-umspilið

    Åge Hareide landsliðsþjálfari og fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Búdapest, daginn fyrir leik Íslands við Ísrael í umspilinu um sæti á EM í fótbolta. Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ísraelar segja Ís­land vera að drukkna í krísu

    Á ísraelska vef­miðlinum One má finna ítar­legan greinar­stúf sem ber nafnið Ís­land í sí­dýpkandi krísu. Þar eru mála­vendingar ís­lenska karla­lands­liðsins í knatt­spyrnu undan­farin ár rekin en á morgun munu Ísrael og Ís­land mætast í undan­úr­slitum um­spils um sæti á EM 2024.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Kveðst skít­sama um skoðun Hareide

    Alon Hazan, landsliðsþjálfari Ísraels, segir það misskilning margra að íslenska landsliðið sé á niðurleið. Það sé ekki rétt. Hann kveðst láta skoðanir Åge Hareide landsliðsþjálfara Íslands, varðandi stríðið á Gasa, sem vind um eyru þjóta.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Yrðu von­brigði fyrir Ís­land og Albert“

    Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, var spurður út í endurkomu Alberts Guðmundssonar á blaðamannafundi í dag, fyrir umspilsleikinn mikilvæga gegn Ísrael í næstu viku, sem og möguleikann á að taka þurfi hann úr hópnum ef niðurfellingin á hans máli verði kært.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Åge á­nægður með að Gylfi sé ó­á­nægður

    Lands­liðs­hópur ís­lenska karla­lands­liðsins í fót­bolta fyrir um­spilsleikinn mikil­væga gegn Ísrael í næstu viku var opin­beraður í dag. Þar var, eins og hafði áður verið stað­fest, ekki að finna nafn Gylfa Þórs Sigurðs­sonar sem hefur sjálfur lýst yfir von­brigðum sínum með á­kvörðun lands­liðs­þjálfarans Åge Hareide. Norð­maðurinn sat fyrir svörum á fjar­fundi með blaða­mönnum í dag og var spurður út í á­kvörðun sína að velja Gylfa Þór ekki að þessu sinni í lands­liðið.

    Fótbolti