Körfubolti

Meiðsli settu strik í reikninginn og biðin eftir fyrsta sigrinum lengist

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Caitlin Clark var valin fyrst í nýliðavalinu og þykir einn mest spennandi leikmaður WNBA deildarinnar.
Caitlin Clark var valin fyrst í nýliðavalinu og þykir einn mest spennandi leikmaður WNBA deildarinnar. Elsa/Getty Images

Caitlin Clark þurfti að víkja tímabundið af velli vegna meiðsla í 84-86 tapi Indiana Fever gegn Connecticut Sun. Indiana liðið hefur ekki enn unnið leik á tímabilinu.

Atvikið átti sér stað um miðjan annan leikhluta í stöðunni 36-34 fyrir Sun. Caitlin Clark var í vörn og reyndi að komast framhjá hindrunarvegg sóknarmanns en sneri sig á ökkla og lá sárþjáð eftir.

Hún haltraði af velli og kom ekki meira við sögu í fyrri hálfleik en sneri aftur á gólfið í seinni hálfleik. Hún var þó langt frá sínu bestu, greinilega að glíma við sársauka og skoraði 8 stig úr 6 skotum.

Indiana Fever átti þó ágætis leik og fékk tækifæri til að jafna undir lokin en sneiðskotið féll ekki fyrir Aliyuh Boston.

Biðin lengist því enn eftir fyrsta sigri Indiana Fever í WNBA deildinni. Þær hafa tapað fyrstu fjórum leikjum sínum og eru í neðsta sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×