Innlent

Slasaður eftir hesta­slys í Ölfusi

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Björgunarsveitir eru á leið að Hengilsvæðinu að sækja slasaðan hestamann.
Björgunarsveitir eru á leið að Hengilsvæðinu að sækja slasaðan hestamann. Vísir/Vilhelm

Verið er að sækja reiðmann sem féll af hestbaki við Hengilinn vestan Hellisheiðar. Hann er talinn nokkuð slasaður en ekki er vitað hve alvarlega.

Þorsteinn Kristinsson, aðalvarðstjóri Lögreglunnar á Suðurlandi staðfestir þetta við fréttastofu. Hann segir að björgunarsveitir Hveragerðis og Selfoss séu á leið á svæðið. Engar nánari upplýsingar um slysið eða ástand mannsins séu fyrir hendi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×