Innlent

Vann fimm­tíu milljónir króna

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Ansi margir höfðu tilefni til að fagna í kvöld.
Ansi margir höfðu tilefni til að fagna í kvöld. Getty

Einn heppinn miðaeigandi hreppti fimmtíu milljón króna vinning þegar dregið var hjá Happdrætti Háskóla Íslands í kvöld. Hann fékk sem sagt fimmfalda Milljónaveltu. Miðaeigandinn var búinn að eiga happamiðann í fjölda ára og gladdist gríðarlega þegar hann fékk fréttirnar að sögn Happdrættisins.

Aðrir miðaeigendur höfðu líka ástæðu til að fagna eftir útdráttinn. Einn fékk hæsta í Aðalútdrætti á tvöfaldan miða og fær því fjórtán milljónir króna í sinn hlut og tveir aðrir voru með einfaldan miða í sama númeri og fá hvor um sig sjö milljónir króna.

Annar miðaeigandi fékk hálfrar milljón króna vinning en þar sem hann var með trompmiða fimmfaldaðist vinningurinn og fær hann tvær og hálfa milljón króna í sinn hlut. Að auki hrepptu sjö miðaeigendur eina milljón króna hver og ellefu fengu hálfa milljón hver.

Í heildina skiptu miðaeigendur með sér tæpum 210 skattfrjálsum milljónum í maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×