Innlent

Brott­vísun hælis­leit­enda og dræm þátt­taka í utankjörfundi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður að þessu sinni fjallað um brottvísun þriggja nígerískra kvenna úr landi sem framkvæmd var í nótt.

Talskona Stígamóta sakar íslenska ríkið um að brjóta alþjóðasáttmála með ákvörðun sinni. 

Þá segjum við frá því að mun færri hafa kosið utan kjörfundar fyrir komandi forsetakosningar en var árið 2020. Aðsóknin mun þó hafa tekið kipp í gær. 

Einnig verður rætt við borgarstjóra sem hvetur alþingismenn til þess að koma sér saman um lög um sanngirnisbætur til þeirra sem dvöldu á vöggustofum í Reykjavík. 

Og þá heyrum við í þingmanni Pírata sem heimsótti Julian Assange í Belmarsh fangelsið í Bretlandi í morgun. 

Í íþróttapakka dagsins verður síðan fjallað um úrslitakeppnina í körfubolta en tveir oddaleikir eru á dagskrá í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×