Fótbolti

Hálf átt­ræður Warnock gæti snúið aftur tveimur mánuðum eftir að hann hætti

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Það gengur ekkert hjá Neil Warnock að hætta.
Það gengur ekkert hjá Neil Warnock að hætta. Ian MacNicol/Getty Images

Gamla brýninu Neil Warnock gengur bölvanlega að hætta afskiptum af fótbolta, en þessi 75 ára gamli knattspyrnustjóri gæti snúið aftur aðeins mánuði eftir að hann sagðist vera sestur í helgan stein.

Warnock þykir líklegur til að taka að sér hlutverk hjá utandeildarliði Torquay United í kjölfar þess að Bryn-samsteypan tekur yfir félagið. Samsteypan, sem samanstendur af fólki úr viðskiptalífinu á svæðinu, hefur keypt félagið með fyrirvara um samþykki kröfuhafa.

Warnock var síðast þjálfari skoska liðsins Aberdeen, en hann tók við liðinu til bráðabirgða. Warnock stýrði liðinu í átta leikjum, en hann tók við þann 5. febrúar og lét af störfum rúmum mánuði síðar, þann 9. mars síðastliðinn. Hann sagðist vera sestur í helgan stein eftir starf sitt hjá Aberdeen.

Nú stefnir hins vegar í að Warnock hætti við að hætta afskiptum af fótbolta. Þessi reynslumikli þjálfari hefur á löngum ferli sínum stýrt 20 liðum, þar á meðal Leeds, Crystal Palace og Sheffield United. Hann stýrði meðal annars Torquay United árið 1993 og gæti því snúið aftur til félagsins rúmum 30 árum eftir að hann stýrði því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×