Íslenski boltinn

Sjáðu frá­bært spil skila tveimur mörkum í Garða­bæ

Sindri Sverrisson skrifar
Stjörnumenn urðu að láta eitt mark nægja í gær og gerðu jafntefli við Fram.
Stjörnumenn urðu að láta eitt mark nægja í gær og gerðu jafntefli við Fram. vísir/Diego

Mörkin tvö í Garðabæ í gær, þegar Stjarnan og Fram gerðu 1-1 jafntefli í fyrsta leik sjöttu umferðar Bestu deildar karla í fótbolta, voru ekki sérstaklega ólík. Mörkin má nú sjá á Vísi.

Stjörnumenn skoruðu fyrra mark leiksins eftir að hafa unnið boltann úti á kanti og spilað honum vel á milli sín. Hilmar Árni Halldórsson átti að lokum fullkomna fyrirgjöf á Óla Val Ómarsson sem skoraði annan leikinn í röð.

Framarar jöfnuðu svo metin um miðjan seinni hálfleik eftir að hafa einnig spilað boltanum afar vel á milli sín en Guðmundur Magnússon skoraði markið, eftir frábæra skallasendingu Haraldar Einar Ásgrímssonar.

Klippa: Mörk Stjörnunnar og Fram

Hinir fimm leikirnir í sjöttu umferðinni fara fram í dag og á morgun en áður en að þeim kemur er Fram í 3. sæti deildarinnar með 11 stig og Stjarnan sæti neðar með 10 stig. Aðeins Víkingur með 12 stig og FH með 11 stig eru ofar, en þau lið mætast annað kvöld í Víkinni.

Sjötta umferð Bestu deildar karla:

Föstudagur 10. maí:

19.15 Stjarnan - Fram 1-1

Laugardagur 11. maí:

14.00 ÍA – Vestri

17.00 Valur – KA

Sunnudagur 12. maí:

17.00 KR – HK

19.15 Víkingur – FH

19.15 Fylkir – Breiðablik




Fleiri fréttir

Sjá meira


×