Innlent

Stýrivextir, Euro­vision og biskups­kjör

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Í hádegisfréttum verður rætt við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra um vexti en Seðlabankinn tekur stýrivaxtaákvörðun á morgun.

Bjarni segist vonast til að bankinn lækki vextina á morgun, skilyrði séu fyrir hendi því verðbólga hafi gefið eftir undanfarið.

Þá verður rætt við Agnesi Sigurðardóttur biskup sem segir að arftaki sinn muni ekki taka við sömu Þjóðkirkju og hún gerði, fyrst kvenna.

Þá tökum við stöðuna á eldgosinu á Reykjanesi og hitum uppp fyrir Eurovision keppnina annarsvegar og samstöðutónleika fyrir Gasa sem fram fara á sama tíma í Háskólabíó og í opinni dagskrá á Stöð 2.

Stórleikur gærkvöldsins verður síðan til umfjöllunar í íþróttapakka dagsins þar sem Valsmenn báru sigurorð af Blikum. 

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 7. maí 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×