Innlent

Völd óskast: For­seti allra kyn­slóða?

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir og Jón Gnarr mætast í pallborðinu.
Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir og Jón Gnarr mætast í pallborðinu. Aðsend

Landssamband Ungmennafélaga og JCI á Íslandi bjóða forsetaframbjóðendum að mæta ungu fólki í Iðnó kl. 14:00 þann 5. maí. Efstu fimm frambjóðendum var boðið til samtals við ungt fólk. Í pallborðinu mætast Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir og Jón Gnarr.

Streymið hefst stundvíslega kl.14:00

Viðburðurinn ber yfirskriftina Völd óskast: Forseti allra kynslóða? Markmið viðburðarins er að stuðla að lýðræðisvitund, vekja áhuga ungs fólks á forsetakosningunum og hvetja ungt fólk til að kjósa eftir upplýstri ákvörðun. Viðburðurinn er jafnframt skipulagður sem vettvangur fyrir ungt fólk til að kynna sjónarmið sín og stöðu ungs fólks fyrir frambjóðendum en einnig tækifæri fyrir frambjóðendur að kynna stefnumál sín fyrir ungum kjósendum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×