Innlent

Grind­víkingar opna bakarí og veitinga­stað á ný

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Í hádegisfréttum tökum við stöðuna á málefnum Grindvíkinga en í morgun opnaði bakarí bæjarins og veitingastaður.

Við heyrum í lögreglustjóranum sem segir viðbragðsaðila hafa ágætis tíma til að rýma bæinn, komi til nýs eldgoss á svæðinu. 

Þá fjöllum við um nýja skýrslu frá Stígamótum þar sem segir að rúmlega ellefu þúsund hafi leitað til samtakanna frá stofnun þeirra fyrir tæpum 35 árum. 

Einnig fjöllum við um hinn bíræfna þjófnað í Hamraborg á dögunum en einn er nú í gæsluvarðhaldi grunaður um tengsl við málið.

Í íþróttapakkanum verður fjallað um handboltann þar sem styttist í úrslitaeinvígið og Bestu deild kvenna. 

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 2. maí 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×