Innlent

Bein út­sending: Kynna skýrslu um aðra orku­kosti

Atli Ísleifsson skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarson ráðherra skipaði starfshópinn á síðasta ári. Starfshópurinn hefur nú skilað skýrslu sinni.
Guðlaugur Þór Þórðarson ráðherra skipaði starfshópinn á síðasta ári. Starfshópurinn hefur nú skilað skýrslu sinni. Vísir/Vilhelm

Kynning á skýrslu starfshóps Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, um aðra orkukosti sem fer fram á blaðamannafundi sem hefst klukkan 11 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi að neðan.

Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að ráðherra hafi skipað starfshópinn á síðasta ári til kanna möguleika þess að nota fleiri leiðir til bættrar orkunýtingar og orkuöflunar. Starfshópurinn hafi nú skilað ráðherra tillögum sínum, en starfshópinn skipuðu þau Ásmundur Friðriksson þingmaður,

Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir, MSc. í sjálfbærum orkuvísindum og Lilja Rafney Magnúsdóttir, fyrrverandi alþingismaður.

„Verkefni starfshópsins var að kanna helstu leiðir til bættrar orkunýtingar og orkuöflunar, með hliðsjón af sviðsmyndum um aukna orkuþörf vegna markmiða ríkisstjórnarinnar um full orkuskipti fyrir árið 2040.

Var starfshópnum falið að skoða sérstaklega nýja orkukosti á borð við sólarorku og sjávarorku, en einnig hvaða möguleikar felist í frekari nýtingu smávirkjana fyrir vatnsafl.

Skýrsla starfshópsins hefur að geyma um 50 tillögur sem m.a. snúa að sólarorku, sjávarorku, smávirkjunum fyrir vatnsafl, varmadæluvæðingu á smærri og stærri skala, bættri orkunýtni og sveigjanlegri orkunotkun,“ segir í tilkynningunni.

Fundurinn hefst klukkan 11 og verður hægt að fylgjast með í spilaranum að neðan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×