Erlent

Grunuð um að hafa banað tveimur börnum

Atli Ísleifsson skrifar
Annað hinna handteknu var með áverka og er ástandið sagt alvarlegt. Myndin er úr safni.
Annað hinna handteknu var með áverka og er ástandið sagt alvarlegt. Myndin er úr safni. Getty

Lögregla í Södertälje í Svíþjóð hefur handtekið karl og konu vegna gruns um að hafa banað tveimur börnum í gærkvöldi.

SVT segir frá því að tilkynning um málið hafi borist um klukkan 20 í gærkvöldi. Karlinn og konan voru handtekin á vettvangi og segja lögregla að fleiri sé ekki leitað vegna málsins.

Annað hinna handteknu var með alvarlega áverka á sér og hefur Aftonbladet eftir heimildum sínum að um stunguáverka hafi verið að ræða.

Lögregla girti af svæði í kringum húsið og hefur verið rætt við nágranna til að fá upp skýrari mynd af málinu. 

Hin handteknu og börnin tvö tengjast fjölskylduböndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×