Viðskipti innlent

Bein út­sending: Hrein tæki­færi í orku­málum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Orkuveitunnar.
Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Orkuveitunnar. Orkuveitan

Orkuveitan heldur opinn fund undir yfirskriftinni „Hrein tækifæri – Straumhvörf í orkumálum“ í beinni útsendingu frá Kaldalóni í Hörpu.

Þar er hægt að fylgjast með fróðlegum erindum og fjörugum umræðum um straumhvörfin í orkumálum.

„Við horfum til sjálfbærrar framtíðar, spáum í nýsköpun og fáum innblástur til frekari árangurs samfélagsins,“ segir í tilkynningu frá Orkuveitunni.

Fram koma m.a. Sævar Freyr Þráinsson forstjóri Orkuveitunnar, Edda Sif Pind Aradóttir framkvæmdastýra Carbfix, Kjartan Ólafsson framkvæmdastjóri Transition Labs, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra nýsköpunar og Neil Harbisson framtíðarhugsuður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×