Innlent

Skjálfti á Reykja­nesi fannst á höfuð­borgar­svæðinu

Samúel Karl Ólason skrifar
Miklar jarðhræringar hafa verið á Reykjanesi undanfarin ár.
Miklar jarðhræringar hafa verið á Reykjanesi undanfarin ár. Vísir/Vilhelm

Jarðskjálfti varð á Reykjanesi um klukkan tíu í morgun og fannst hann á höfuðborgarsvæðinu. Skálftinn var 3,3 stig, samkvæmt upplýsingum frá Náttúruvárvakt Veðurstofu íslands.

Upptök skjálftans eru sögð hafa verið nærri Kleifarvatni og á 4,6 kílómetra dýpi. Á rétt rúmum tíu mínútum greindust að minnsta kosti níu eftirskjálftar en einungis einn þeirra fór yfir 1,0 stig, samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar. Sá var 1,2 stig.

Klukkan 10:15 greindist svo annar eftirskjálfti sem var 1,4 stig.

Eldsumbrot hafa verið tíð á Reykjanesi undanfarin ár en síðustu mánuði hefur verið tiltölulega rólegt yfir þegar kemur að jarðskjálftum.

Í gær bárust fregnir af því að kvika væri enn að safnast saman undir Svartsengi og hún væri að valdla auknum þrýstingi og landrisi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×