Erlent

Nóbels­verð­launa­hafinn Peter Higgs fallinn frá

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Kenningar hans voru mjög áhrifamiklar á sviði öreindafræða.
Kenningar hans voru mjög áhrifamiklar á sviði öreindafræða. AP/Scott Heppell

Breski Nóbelsverðlaunahafinn Peter Higgs er látinn 94 ára að aldri. Hann hlaut Nóbelsverðlaun árið 2013 fyrir rannsóknir sínar frá sjöunda áratugi síðustu aldar sem leiddu í ljós tilvist hinnar svokallaðrar Higgs-bóseindar, sem einnig hefur verið kölluð „guðseindin“.

Hann lést á heimili sínu í faðmi fjölskyldu sinnar í kjölfar bráðra veikinda.

Kenningar hans um tilvist þessarar bóseindar voru sannaðar af hópi eðlisfræðinga hjá Kjarnrannsóknastofnun Evrópu í Sviss. Nóbelsverðlaununum deilir hann með François Englert, belgískum eðlisfræðingi. Higgs-bóseindin myndar hluta líkans öreindarfræðinnar ásamt ljóseindum, rafeindum og kvörkum.

Hans var minnst hlýlega af samstarfsfélögum og eðlisfræðingum um allan heim.

„Brautryðjandi starf hans hefur veitt þúsundum vísindamanna innblástur og arfleið hans mun halda áfram að veita komandi kynslóðum innblástur,“ segir Peter Mathieson, rektor Háskólans í Edinborg þar sem hann starfaði stærsta hluta starfsævinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×