Innlent

Stærðarinnar lista­verk komið á sinn stað

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Listaverkið hangir nú við aðalinngang Smiðju, eins og lagt var upp með þegar húsið var teiknað. Arkitektar hjá Studio Granda áttu vinningstillöguna.
Listaverkið hangir nú við aðalinngang Smiðju, eins og lagt var upp með þegar húsið var teiknað. Arkitektar hjá Studio Granda áttu vinningstillöguna. Steve Christer

Stærðarinnar listaverk er risið við aðalinngang Smiðju, nýrrar skrifstofubyggingar Alþingis. 

Starfsmenn véltæknifyrirtækisins Héðins komu verkinu fyrir á sínum stað í gær. Listaverkið heitir allt leiddi til þessarar stundar og er eftir Kristinn Hrafnsson listamann. Gert var ráð fyrir verkinu þegar húsið var teiknað og það hangir nú í sérstöku skoti framan á byggingunni, sem vegfarendur um Tjarnargötu geta virt fyrir sér. 

Verkið samanstendur af stórri málmskífu og miklum pinna sem gengur í gegnum hana, allt yfirbragð nokkuð pendúlslegt. Verkið er hreyfanlegt, eins og sést í innslaginu hér fyrir neðan sem sýnt var í fréttum Stöðvar 2 í gær.


Tengdar fréttir

Skoðunarferð með Sigmundi um nýtt og umdeilt húsnæði þingsins

Smiðja, nýtt skrifstofuhúsnæði Alþingis hefur verið í umræðunni þessa vikuna eftir að þingmenn stigu fram og gagnrýndu aðstöðuna. Við skelltum okkur í túr um húsið í fylgd með miðflokksmanninum Sigmundi Davíð sem er líklega ósáttastur með framkvæmdina. 

Nýja skrifstofubyggingin nefnd Smiðja

Ný skrifstofubygging Alþingis hefur hlotið heitið Smiðja. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, tilkynnti niðurstöðu nafnasamkeppni rétt í þessu í nýja húsinu við Tjarnargötu 9 og veitti höfundi tillögunnar, Gísla Hrannari Sverrissyni, viðurkenningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×