Innlent

Gasmengun í Bláa lóninu í nótt

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bláa lónið hefur þurft að opna og loka á víxl síðustu mánuði. Ljóst þykir að það ástand sé komið til að vera.
Bláa lónið hefur þurft að opna og loka á víxl síðustu mánuði. Ljóst þykir að það ástand sé komið til að vera. Vísir/Vilhelm

Nokkur gasmengun mældist við Bláa lónið í nótt en dregið hefur úr henni nú í morgunsárið. 

Þetta segir Böðvar Sveinsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni. Hann segir gosið nokkuð stöðugt eins og stendur, en nokkuð dró úr kraftinum í gærnótt.

Böðvar segir að dregið hafi úr gasmenguninni þegar leið á morgunin en upplýsingar um mengun má sjá á vefnum loftgaedi.is. Bláa lónið er lokað tímabundið vegna gossins við Sundhnúksgíg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×