Veður

Svalt veður og víða dá­lítil él

Atli Ísleifsson skrifar
Spáð er frosti á bilinu núll til átta stig í dag.
Spáð er frosti á bilinu núll til átta stig í dag. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan gerir ráð fyrir fremur hægri norðaustlægri átt og víða dálitlum éljum. Lengst af verður þurrt og björt Suður- og Vesturlandi ogsvalt veður.

Á vef Veðurstofunnar segir að frost verði á bilinu núll til átta stig en frostlaust við suðurstöndina yfir hádaginn.

„Bætir heldur í vind og úrkomu er líður á vikuna, en hlýnar smám saman,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Norðaustan 5-13 m/s og dálítil él, en lengst af þurrt á Suður- og Vesturlandi. Frost 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins.

Á miðvikudag: Norðaustan 10-18 m/s, hvassast við suðausturströndina. Él norðan- og austantil, en annars bjart að mestu. Frost víða 0 til 6 stig.

Á fimmtudag: Norðaustan 13-20 m/s og snjókoma með köflum, hvassast suðaustantil, en yfirleitt þurrt á Suður- og Vesturlandi. Hiti kringum frostmark.

Á föstudag, laugardag og sunnudag: Ákveðin norðaustanátt og él, en bjart með köflum suðvestantil og hiti nærri frostmarki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×