Innlent

Fé­lags­menn í fé­lögum SGS sam­þykkja kjara­samning

Lovísa Arnardóttir skrifar
Vilhjálmur Birgisson er formaður SGS.
Vilhjálmur Birgisson er formaður SGS. Vísir/Vilhelm

Kjarasamningur SGS og SA hefur verið samþykktur með miklum meirihluta, eða 82,72 prósent atkvæða. Nei sögðu 12,85 prósent og 4,43 prósent tóku ekki afstöðu. Kjarasamningurinn hefur nú verið samþykktur hjá öllum 18 aðildarfélögum SGS.

Í tilkynningu kemur fram að alls hafi verið á kjörskrá 23.677 félagsmenn aðildarfélaga SGS. Atkvæði greiddu 4.156 manns eða 17.55 prósent. Atkvæðagreiðsla um samningin stóð yfir dagana 13. til 20. mars.

Telst kjarasamningurinn, sem undirritaður var 7. mars síðastliðinn, því samþykktur hjá öllum 18 aðildarfélögum SGS: 

AFLi Starfsgreinafélagi, Öldunni stéttarfélagi, Bárunni stéttarfélagi, Drífanda stéttarfélagi, Einingu-Iðju, Framsýn stéttarfélagi, Stéttarfélagi Vesturlands, Stéttarfélaginu Samstöðu, Verkalýðsfélagi Akraness, Verkalýðsfélagi Grindavíkur, Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungarvíkur, Verkalýðs- og sjómannafélagi Sandgerðis, Verkalýðsfélagi Snæfellinga, Verkalýðsfélagi Suðurlands, Verkalýðsfélagi Vestfirðinga, Verkalýðsfélagi Þórshafnar, Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis og Verkalýðsfélaginu Hlíf.

Fyrr í dag var greint frá því að félagsmenn Eflingar hefðu einnig samþykkt kjarasamning sinn við SA.


Tengdar fréttir

Samningar Samiðnar samþykktir

Mikill meirihluti félagsmanna Samiðnar greiddi atkvæði með nýlegum kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins. Atkvæðagreiðslu lauk í dag en samningarnir náðu til tæplega 8700 manns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×