Innlent

Braut tönn með skalla á líkams­ræktar­stöð í Reykja­nes­bæ

Jón Þór Stefánsson skrifar
Atvikið sem málið varðar átti sér stað á líkamsræktarstöð. Myndin er úr safni.
Atvikið sem málið varðar átti sér stað á líkamsræktarstöð. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Karlmaður hlaut í síðustu viku tveggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjaness fyrir líkamsárás sem átti sér stað í líkamsræktarsal Sporthússins í Reykjanesbæ.

Atvikið sem málið varðar átti sér stað í september í fyrra, en manninum var gefið að sök að skalla annan mann í andlitið og strax í kjölfarið slá hann einu sinni í vanga.

Fyrir vikið brotnaði framtönn mannsins sem varð fyrir árásinni, en hann fann einnig fyrir einkennum heilahristings og fann fyrir verkjum í andlitsbeinum og kjálka, en bit hans skekktist.

Maðurinn játaði sök, en hafnaði bótakörfu hins mannsins sem hljóðaði upp á rúmar 900 þúsund krónur sem og áætlaðan kostnað á tannviðgerðum hans.

Dómurinn sakfelldi manninn og vísaði til játningar hans sem og rannsóknargagna málsins.

Líkt og áður segir hlaut hann tveggja mánaða skilorðsbundin dóm. Þá er honum gert að greiða hinum manninum tæpa 1,1 milljón krónur, sem og annan sakarkostnað sem hljóðar upp á rúmar 300 þúsund krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×