Innlent

Skráningar­merki fjar­lægð af ó­tryggðum og ó­skoðuðum bif­reiðum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla var dugleg við að fjarlægja skráningarmerki af bifreiðum í gærkvöldi og nótt.
Lögregla var dugleg við að fjarlægja skráningarmerki af bifreiðum í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust tvær tilkynningar um líkamsárásir í nótt en önnur þeirra átti sér stað á skemmistað. Er það mál í rannsókn, samkvæmt yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar.

Einn var handtekinn í tengslum við húsbrot í Austurbænum og annað innbrot á sama svæði er í rannsókn. 

Þá var tilkynnt um innbrot á veitingastað og um einstakling í annarlegu ástandi.

Tveir voru stöðvaðir í umferðinni, annar grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og hinn um akstur undir áhrifum fíkniefna. Lögregla fjarlægði einnig skráningarmerki af fjölda ótryggðra og óskoðaðra ökutækja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×