Innlent

Kalli í Pelsinum látinn

Jón Þór Stefánsson skrifar
Karl J. Steingrímsson var eigandi Pelsins.
Karl J. Steingrímsson var eigandi Pelsins. Heiða

Athafnamaðurinn Karl J. Stein­gríms­son er látinn. Karl, sem var gjarnan kenndur við verslunina Pelsinn, lést síðastliðinn fimmtudag, 22. febrúar, 76 ára að aldri.

Morgunblaðið greinir frá þessu. Þar er farið yfir ævi Karls, sem ólst upp í Vesturbænum, stundaði nám við Miðbæj­ar­skól­ann, Laug­ar­nesskóla og Verzl­un­ar­skóla Íslands.

Karl stofnaði, ásamt eiginkonu sinni, verslunina Pelsinn, sem var rekin í rúmlega fjörutíu ár. Hann var jafnframt umsvifamikill í fasteignabransanum á Íslandi.

Þá æfði hann fótbolta hjá KR og spilaði með ung­linga­landsliði Íslands árið 1965.

Samkvæmt Morgunblaðinu lést Karl á Landspítalanum í Fossvogi þann 22. febrúar. Útför hans verður haldin í Hallgrímskirkju þann nítjánda mars.

Karl skilur eftir sig eiginkonu, Ester Ólafsdóttur. Börn hans eru Pét­ur Al­bert, Aðal­björg, Aron Pét­ur, Styrm­ir Bjart­ur, Karlotta og Hrafnt­inna Vikt­oría.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×