Innlent

Karl Sigur­björns­son biskup er látinn

Jakob Bjarnar skrifar
Karl Sigurbjörnsson andaðist eftir erfið veikindi, 77 ára að aldri.
Karl Sigurbjörnsson andaðist eftir erfið veikindi, 77 ára að aldri.

Karl Sigurbjörnsson biskup lést í morgun á gjörgæsludeild Landspítalans í Reykjavík en hann var 77 ára að aldri.

Karl lést eftir erfið veikindi en hann greindist með krabbamein 2017. Hann fæddist 5. febrúar 1947 í Reykja­vík en hann er sonur Sig­ur­björns Ein­ars­son­ar bisk­ups og Magneu Þor­kels­dótt­ur. Karl átti sjö systkini.

Karl ólst upp í Reykja­vík og lauk stúd­ents­prófi frá M.R. og síðar cand. theol frá Há­skóla Íslands. Hann vígðist til prestþjón­ustu í Vest­manna­eyj­um 1973 enb var skipaður sókn­arprest­ur í Hall­grím­sprestakalli í Reykja­vík 1975 og þjónaði þar í um 23 ár.

Það var svo 1998 sem Karl var kjörinn biskup yfir Íslandi, embætti sem hann gegndi í 14 ár. Eftir að biskupstíð hans lauk þjónaði hann um hríð í Dómkirkjunni.

Í tilkynningu frá fjölskyldu hans kemur fram að Karl var skipaður heiðurs­doktor við Há­skóla Íslands. Hann gegndi ýms­um trúnaðar­störf­um fyr­ir Þjóðkirkj­una, sat í stjórn Presta­fé­lags Íslands, var kirkjuþings­maður og í kirkjuráði áður en hann var kjör­inn biskup Íslands.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona hans er Krist­ín Þór­dís Guðjóns­dótt­ir en börn þeirra eru Inga Rut, Rannveig Eva og Guðjón Davíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×