Innlent

Bíl ekið ofan í Elliða­ár

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Ekki er vitað hver tildrög slyssins voru.
Ekki er vitað hver tildrög slyssins voru. Vísir/Boði

Bíll hafnaði út í Elliðaám í dag en engan sakaði. Þetta staðfestir Loftur Þór Einarsson hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í samtali við fréttastofu.

Atvikið átti sér stað fyrir neðan neðstu brúna við Ártúnsbrekku. Ökumaður var í bílnum ásamt einum farþega. Ekki liggur fyrir hver tildrög slyssins voru.

Slökkviliðs-, sjúkra- og lögreglubílar komu á vettvang en þar sem vatnið var ekki nema hnédjúpt þar sem keyrt var ofan í gátu farþegar stigið út úr bílnum af sjálfsdáðum og komið sér á þurrt land.

Vísir/Boði
Búið er að draga bílinn upp úr ánni.Vísir
Viðbragðsaðilar voru fljótir á vettvang.Vísir

Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum, ljósmyndum og myndskeiðum á ritstjorn@visir.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×