Innlent

Riðutilfelli á sjö hundruð kinda búi

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Riða greindist á Guðlaugsstöðum síðast árið 1993.
Riða greindist á Guðlaugsstöðum síðast árið 1993. Vísir/Vilhelm

Matvælastofnun hefur borist tilkynning frá tilraunastöð HÍ í meinafræði þess efnis að riða hafi greinst í sláturfé í Blöndudal í Húna og Skagahólfi.

Í tilkynningu á vef MAST kemur fram að um sé að ræða eitt jákvætt sýni úr þriggja vetra kind frá bænum Eiðsstöðum. Búrekstur þar sé sameiginlegur með nágrannabænum Guðlaugsstöðum og heildarfjöldi kinda á bæjunum tveimur nemi um sjö hundruðum.

Þá segir að faraldsfræðilegum upplýsingum verði safnað á næstu dögum og féð arfgerðargreint. Í kjölfarið verði teknar ákvarðanir um framhaldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×