Neytendur

Opna nýja flösku­­mót­töku í Reykja­vík

Atli Ísleifsson skrifar
Nýja flöskumóttakan við Köllunarklettsveg í Reykjavík.
Nýja flöskumóttakan við Köllunarklettsveg í Reykjavík. Endurvinnslan

Endurvinnslan hf hefur opnað nýja flöskumótöku við Köllunarklettsveg 4 í Reykjavík, beint á móti Góða hirðinum. Í stöðinni eru tvær talningarvélar sem telja og flokka heilar umbúðir og geta afkastað um þrettán milljónum eininga á ári.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Endurvinnslunni. Þar segir að allt efni sé flokkað, pressað og mulið á staðnum til að lágmarka flutninga og draga sem mest úr kolefnisspori við endurvinnslu. 

„Stöðin stórbætir þjónustu við íbúa í vesturhluta Reykjavíkur og mun draga úr álagi á stöð Endurvinnslunar í Knarrarvogi og á stöð Sorpu í Ánanaustum.

Markmið eigenda Endurvinnslunar hf er að skil á einnota drykkjarumbúðum verði 90% á ársgrundvelli og styður ný stöð við þessi metnaðarfull markmið.

Á síðasta ári skiluðu viðskiptavinir Endurvinnslunar inn ca. 200 milljónum eininga af umbúðum og flutti Endurvinnslan út 1.700 tonn af áli, 1.300 tonn af plasti og tæplega 6.000 tonn af gleri,“ segir í tilkynningunni.

Endurvinnslan





Fleiri fréttir

Sjá meira


×