Veður

Rauð jól í Reykja­vík

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Einar Sveinbjörnsson spáir snjókoma víða á landinu en ekki á höfuðborgarsvæðinu.
Einar Sveinbjörnsson spáir snjókoma víða á landinu en ekki á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir það mjög ólíklegt að verði hvít jól í Reykjavík. Hann segir að hann snúist í norðanátt á miðvikudaginn og að það snjói sjaldnast með norðanáttinni.

Það kólni samt mikið frá og með vetrarsólstöðunum. Einar segir að óvissa sé í spánni næstu daga en að umskipti verði á miðvikudaginn næstkomandi þegar kalt loft úr norðri fái greiðan aðgang að landinu.

„Þegar snýst í norðanátt verður éljagangur og jafnvel snjókoma um tíma norðan- og austanlands en Suðurlandið er í vari. Það er flest sem mælir gegn því að það verði snjór á jörðu hérna suðvestanlands en það verður freðin jörð,“ segir hann.

Einar segir að nokkuð ljóst sé þó að jólin verði rauð í Reykjavík og á suðvesturhorni landsins. Þó verði þau líklega hvít víða um landið.

Norska veðurstofan hefur birt langtímaspá sína og þar er spáð allt að fimmtán stiga frosti á Reykjavíkursvæðinu á aðfangadag. Norðmennirnir spá miklu frosti á suðvesturhorni landsins yfir allan jólatímann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×