Innlent

Ljós­leiðari Mílu slitinn við Hólms­á

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Ljósleiðari Mílu við Hólmsá slitnaði í morgun.
Ljósleiðari Mílu við Hólmsá slitnaði í morgun. Vísir/Vilhelm

Upp er komið slit á ljósleiðara Mílu á Suðurlandi, við Hólmsá milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs. Verið er að vinna að bilanagreiningu og er undirbúningur viðgerða hafinn.

„Þetta hefur áhrif á einn farsímasendi sem er á okkar vegum, sem er við Fremra-Húsafell í Tungufljóti,“ segir Sigurrós Jónsdóttir, samskipstastjóri Mílu.

Enn er verið að greina nákvæmlega hvar slitið er en líklegt er talið, samkvæmt tilkynningu á Facebook-síðu Mílu að líkleg staðsetning sé í Hólmsá. Sigurrós segir þó ekki búið að staðfesta að slitið sé í ánni.

„Þessi eini farsímasendir sem er í Fremra-Húsafelli er að verða fyrir áhrifum frá þessu. Annað er varið, við erum með varaleiðir á svæðinu sem taka umferðin og beina henni í aðra átt. Við getum ekki svarað fyrir hvaða áhrif þetta hefur á þjónustu fjarskiptafyrirtækjanna,“ segir Sigurrós.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×