Sport

Dagskráin í dag: Þýski boltinn, NFL og Formúla 1

Smári Jökull Jónsson skrifar
Max Verstappen gæti slegið met um helgina.
Max Verstappen gæti slegið met um helgina. Vísir/Getty

Eins og áður er nóg af beinum útsendingum á Sportrásum Stöðvar 2 í dag. Meðal annars verður sýnt beint frá æfingum fyrir Formúlu 1 keppni helgarinnar sem og leik í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 21:35 verður þáttur í þáttaröðinni Hard Knocks sýndur en þar er skyggnst á bakvið tjöldin í NFL-deildinni í amerískum fótbolta. Á miðnætti verður síðan sýnt beint frá leik Carolina Panthers og Detroit Lions á undirbúningstímabili deildarinnar.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 22:30 hefst bein útsending frá öðrum degi opna kanadíska Pacific mótinu í golfi en mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni.

Vodafone Sport

Klukkan 10:25 hefst útsending frá æfingu fyrir Formúlu 1 keppni helgarinnar sem fram fer í Hollandi. Þar gæti Max Verstappen jafnað met Sebastian Vettel yfir flesta sigraða kappakstra í röð. Útsending frá seinni æfingu dagsins hefst klukkan 13:55.

Klukkan 16:20 verður sýnt beint frá leik Schalke og Holstein Kiel í næst efstu deild í Þýskalandi. Klukkan 18:25 hefst síðan leikur RB Leipzig og Stuttgart í úrvalsdeildinni sem einnig verður í beinni útsendingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×